Brúðurin verður að vera ánægð

Ljósmynd/Laurence De Rien

Fatahönnuðurinn Berglind Árnadóttir, sem hannar brúðarkjóla undir merkinu Begga Design, segir að náttúrulegt útlit og sveitarómantík sé áberandi um þessar mundir, bæði hvað varðar brúðarkjóla, hár og förðun. 

Í ár er voða vinsælt að hafa smá litatón í kjólnum, ekki endilega allt hvítt. Þá jafnvel smá silfrað, bleikt eða kampavínslitt. Svo eru blúndur og chiffon-efni mikið inni. Kjólarnir eru einnig svolítið mjúkir og ekki mikið um stíf efni eða reyrða kjóla. Auðvitað er þó alltaf eftirspurn eftir þessum allra hefðbundnustu kjólum, en mér finnst þó eins og konur í dag vilji hafa brúðarkjólinn þægilegan og léttan til að njóta dagsins betur. Fegurðin krefst nefnilega ekki alltaf sársauka,“ segir Berglind kankvís og bætir við að brúðarkjólatískan hafi tekið nokkrum breytingum síðustu ár.

„Brúðarkjólatískan er síbreytileg. Í raun bara eins og tískan yfirleitt, þó að hún breytist kannski að einhverju leyti hægar en götutískan. Núna er minna um þessa fyrirferðarmiklu, stífu kjóla en fyrir nokkrum árum og meira um stíl sem kallast „boho chic“, þar sem kjólarnir lagast frekar að líkamsvextinum. Það er ekki mikið um ýktar línur og „vintage“-útlitið er afar vinsælt.“

Berglind býr yfir hafsjó af fróðleik og segir að konur þurfi að hafa ýmislegt í huga áður en þær festa kaup á brúðarkjól.

„Fyrst og fremst bendi ég konum á að hafa opinn huga. Oft eru konur með ákveðna hugmynd vegna þess að þær hafa séð mynd af kjól sem þær halda að sé draumakjóllinn. Gjarnan enda þær svo í allt öðruvísi kjól vegna þess að þær bara kunnu ekki við sig ekki í sams konar kjól og á myndinni. Kannski hentaði hann ekki vaxtarlagi þeirra eða karakter,“ segir Berglind og bætir við að mikilvægt sé að taka sér tíma til að máta, prufa ýmsa kjóla og þá jafnvel kjóla sem konur höfðu ekki endilega leitt hugann að í upphafi.

„Mikilvægast er þó að kaupa kjól sem dregur fram það besta og sem brúðurin kann sjálf vel að meta. Ekki endilega mamma hennar eða vinkona. Það er auðvitað gott að fá álit annarra, en þetta er mjög persónulegt val og brúðinni á að líða vel í kjólnum.“

Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Ljósmynd/Laurence De Rien
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál