asa iceland í Vogue

Fjallað er um skartgripi frá asa iceland í nýjasta hefti tímaritsins Vogue. Mynd af fallegri hálsfesti frá íslenska skartgripaframleiðandanum er á opnu í tímaritinu þar sem fjallað er um skartgripi.

„Vogue hafði samband við okkur og þau voru spennt að fjalla um skartgripina frá okkur. Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og við erum í skýjunum,“ segir Ása Gunnlaugsdóttir, stofnandi og annar eigenda asa iceland.

Nýlega falaðist breska skartgripavefverslunin JewelStreet eftir asa iceland-skartgripum og hefur hafið sölu á nýjustu vörulínum asa.

„Ætli Vogue hafi ekki séð vörurnar okkar í tengslum við markaðssetningu JewelStreet og haft samband í kjölfarið. Við erum samt að einbeita okkur að markaðssetningu í Noregi um þessar mundir en ákváðum að prófa Bretlandsmarkað fyrst tækifærið bauðst núna, það er gaman þegar við förum að spyrjast út,“ segir Ása og bætir við að asa iceland hafi ráðið umboðsmann í Noregi og sala farið vel af stað þar.

Fyrirtækið hyggst halda áfram í útrásinni og ætlar sér stóra hluti. Tvær nýjustu vörulínur asa iceland, White Frost og ii , komu á markað fyrir jólin og hafa fengið frábærar viðtökur. Önnur þeirra, ii, er hönnuð í samstarfi við Hildi Steinþórsdóttur, en stefna fyrirtækisins er að fá aðra hönnuði til samstarfs og byggja upp alþjóðlegt vörumerki.

Þær Ása Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Brynhildur Ingvarsdóttir (t.h.) standa að …
Þær Ása Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Brynhildur Ingvarsdóttir (t.h.) standa að baki skartgripafyrirtækinu asa. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál