Svala vekur athygli á íslenskri hönnun

Svala er dugleg að klæðast íslenskri hönnun.
Svala er dugleg að klæðast íslenskri hönnun. skjáskot/Instagram

Svala Björgvinsdóttir er þekkt fyrir að vekja athygli fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að fatavali og sker hún sig jafnan út úr fjöldanum. Hún hefur verið dugleg að að klæðast íslenskri hönnun við undirbúning Eurovision. 

Um helgina gekk hún rauða dregilinn í Kænugarði ásamt öðrum keppendum í söngvakeppninni í samfestingi frá íslenska merkinu ANOTHER CREATION. Á samfestingnum er áfast pils sem hægt er að leika sér með. 

Svala í ANOTHER CREATION.
Svala í ANOTHER CREATION. skjáskot/Instagram

Í síðustu viku var hún í skemmtilegum fötum sem Hrafnhildur Arnardóttir hannaði undir nafninu Shoplifter fyrir búðina & Other Stories. En það voru víst fleiri Eurovision-keppendur sem féllu fyrir hönnun Hrafnhildar og mætti danski keppandinn í sama jakka og Svala. 

Svala í fötum frá Shoplifter.
Svala í fötum frá Shoplifter. skjáskot/Instagram

Svala var töffaraleg í velúrfötum frá Made by SHE á lokasprettinum. 

Svala í Made by SHE.
Svala í Made by SHE. skáskot/Instagram

Svala gerði myndband við lagið sitt Paper og fór það ekki framhjá nokkrum manni að hún var klædd í stóra dúnúlpu frá íslenska fatamerkinu 66°norður. 

Svala í úlpu frá 66°norður.
Svala í úlpu frá 66°norður. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál