Var með sama stílinn sjö ára

Saga Sig er einn þekktasti tískuljósmyndari Íslands.
Saga Sig er einn þekktasti tískuljósmyndari Íslands. Ljósmynd/Bjarni Sig

Þegar blaðamaður náði í skottið á Sögu Sig ljósmyndara hafði hún nýlokið við að leiðbeina nemendum Ljósmyndaskólans við portfólíógerð, en hún er kennari við skólann. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því Saga starfar einnig sem ljósmyndari á setti þáttanna um Stellu Blómkvist sem nú eru í tökum, auk þess sem hún er að undirbúa útkomu tískurits sem kemur með haustinu. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Saga sér tíma fyrir örlítið spjall, en hún féllst á að leyfa lesendum að gægjast í fataskápinn sinn. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is

Ég var að skoða gamlar myndir af mér og ég var í nákvæmlega sama stíl þegar ég var sjö ára. Ég hef alltaf haft áhuga á litskrúðugum fötum og verið mikið skreytt. Ég held ég hafi bara fæðst með þetta í blóðinu,“ segir Saga, spurð að því hvenær áhugi hennar á tísku hafi kviknað.

„Mamma klæddi okkur alltaf í merkið Oilily þegar við vorum litlar, svo þar kviknaði kannski ástríðan fyrir mynstrum og litum,“ bætir hún við, en hvernig skyldi Saga velja fötin sem hún klæðist hverju sinni?

„Mér finnst alltaf gaman að búa til einhvern heim, en það geri ég einnig í vinnunni minni sem ljósmyndari. Mér finnst gaman þegar þetta talar saman. Ég klæðist oftast litríkum fötum því það gerir eitthvað fyrir sálina mína og veitir mér innblástur. Ég er löngu hætt að pæla í einhverjum trendum og hvað sé í tísku,“ segir Saga og bætir við að hún hafi þó gert hin ýmsu tískumistök á sínum yngri árum.

„Þegar ég var í Verzló átti ég til að mynda ótalmörg skópör, meira að segja tvö eins pör í mismunandi lit. Einn daginn mætti síðan í skólann í sitthvorum litnum,“ segir Saga og kímir.

Munstruð föt eru í uppáhaldi.
Munstruð föt eru í uppáhaldi. Ljósmynd/Bjarni Sig

Týpískur Íslendingur sem kann ekki að klæða sig

Margir bíða óþreyjufullir eftir sumrinu og sjá það í hillingum að geta skottast um í léttum sumarfatnaði. Saga er þó ekki ein þeirra, enda segist hún vera yfirhafnasjúk með meiru. Hún átti því í stökustu vandræðum með að svara blaðamanni hverju hún hlakkaði til að klæðast í sumar.

„Mér finnst óendanlega erfitt að klæða mig á sumrin. Ég er yfirhafnasjúk þannig að ég held ég bara hlakki ekkert til að klæðast neinu í sumar af því að mér finnst svo gott að vera mikið klædd. Ég kaupi eiginlega aldrei föt á sumrin, ég bara bíð eftir vetrinum svo ég geti keypt mér yfirhafnir. Ég er týpískur Íslendingur og kann ekki að klæða mig. Mér er alltaf annaðhvort of heitt eða of kalt,“ segir Saga létt í bragði.

Eins og áður sagði er Saga önnum kafin og með mörg járn í eldinum. Sumarið ætlar hún því að nýta til að ljúka hinum ýmsu verkefnum.

„Við erum aðallega að undirbúa næstu útgáfu af Blæti, sem ég er rosalega spennt fyrir. Við erum með þá hugmynd í maganum að færa það yfir á stafrænt form. Næst á dagskrá verður síðan að gera heimildarmynd um lesblindu með vinkonu minni, Silvíu Erlu,“ segir Saga, sem ætlar þó líka að taka sér svolítið frí og slappa af.

„Síðan ætla ég að mála. Ég hef ekki haft tíma til þess undanfarið, en það er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég ætla því að mála eins mikið og ég get, og fara út á land.“

Tískublað M fylgir Morgunblaðinu í dag. Þú getur lesið blaðið HÉR. 

Ljósmynd/Bjarni Sig
Ljósmynd/Bjarni Sig
Ljósmynd/Bjarni Sig
Ljósmynd/Bjarni Sig
Ljósmynd/Bjarni Sig
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál