Einfaldar leiðir að betri húð

Það er mikilvægt að bera á sig sólarvörn.
Það er mikilvægt að bera á sig sólarvörn. mbl.is/Thinkstockphotos

Sumar konur eru með mýkri og fallegri húð en aðrar. Það er ekki endilega vegna þess að mæður þeirra voru líka þannig eða út af því að þær nota dýrustu kremin. Cosmopilitan fór yfir nokkur góð ráð sem allir geta farið eftir sem vilja hugsa vel um húðina.

Hendurnar eiga ekki að vera í andlitinu

Margir eru alltaf að koma við andlitið á sér með höndunum, leggja til dæmis höku í lófa þegar þeir eru að einbeita sér. Bakteríur berast auðveldlega svona í andlitið sem getur valdið bólum. 

Sólarvörn

Fyrir utan það að fólki er hætt við að fá sortuæxli þá vill enginn vera eldrauður á nefinu eftir að hafa verið úti í sólinni. Sólargeislarnir þurrka líka húðina og því mikilvægt að nota sólarvörn á sumrin sem og á veturna. Sólarvörn getur líka komið í veg fyrir öldrun húðarinnar. 

Undirbúðu þig áður en þú rakar þig

Ef það á að raka á sér fæturna borgar sig að undirbúa leggina með því að nota krem eða raksápu. 

Rakakrem eftir sturtu

Það er mælt með því að bera á sig rakakrem eftir sturtu á meðan líkaminn er enn þá blautur þar með fer vatnið inn í húðina. Það er gott ráð að geyma rakakremið inni á baði, þá er það í seilingarfjarlægð þegar út úr sturtunni er komið. 

Olía eftir rakakremið

Eftir að búið er að bera á sig rakakrem er gott að setja líkamsolíu. Olían kemur ekki í staðinn fyrir rakakremið þar sem hún læsir rakann inn í húðina í staðinn fyrir að veita líkamanum vökva. 

Hugsaðu um andlegu hliðina

Stress og slæmir ávanar eins og lítill svefn getur haft slæm áhrif á húðina. Gott andlegt jafnvægi og hugleiðsla getur skilað sér í betri húð. 

Fólk ætti að reyna komast hjá því að vera með …
Fólk ætti að reyna komast hjá því að vera með puttana í andlitinu. mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál