Hafðu augun opin fyrir þessu á útsölunum

Það er hægt að gera góð kaup á útsölunum.
Það er hægt að gera góð kaup á útsölunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Sumarútsölurnar eru byrjaðar og hægt að gera góð kaup í mörgum búðum. Það er þó ýmislegt sem hafa bera í huga þegar verslað er á útsölum enda ermalausir bolir og stuttbuxur ekki skynsamlegustu kaupin. Smartland fór yfir hverju fólk ætti að hafa augun opin fyrir á sumarútsölunum í ár. 

Nærföt

Það þarf alltaf að endurnýja nærfötin reglulega og nærföt fara sjaldan úr tísku. Því er um að gera að nýta útsölurnar og fjárfesta í nýjum nærfötum. 

Strigaskór

Íþróttaskór hafa verið í tísku undanfarin ár og svo virðist sem ekkert sé að breytast í þeim efnum. Það er því hægt að gera kjarakaup á strigaskóm því oft er um að ræða sömu skóna bara eldri lit. 

Íþróttaföt

Vissulega breytist tískan í íþróttafatahönnun rétt eins og í hönnun á annars konar fötum en kannski ekki jafnhratt auk þess sem gæðin og þægindin skipta mestu máli. Því er oftast hægt að gera mjög góð kaup á íþróttafötum. 

Snyrtivörur

Oft er hægt að grafa upp góðar snyrtivörur á útsölum. Fólk gæti þó þurft að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir sér varalit, augnskugga eða nagalakk í sérstökum litum sem það mun mögulega ekki nota. En handáburður, líkamskrem og ilmvötn með góðri lykt geta verið góð kaup. 

Hvítar skyrtur

Hvítar skyrtur koma alltaf að góðum notum. Það er gott að klæðast hvítu á sumrin og svo er hvít skyrta alltaf góð í vinnuna hvort sem það er undir peysu eða við blazer jakka. Einnig er gott að hafa augun opin fyrir klassískum dökkum buxum. 

Sumarlegir kjólar

Það er ekkert því til fyrirstöðu að kaupa fallegan sumarkjól í klassísku sniði til að eiga inn í skáp fyrir næsta sumar. Sólin og sumarbrúðkaup koma alltaf aftur auk þess getur verið gaman að klæðast björtum litum í skammdeginu þegar svart er allsráðandi í flestum fatabúðum. 

Oft er hægt að gera góð kaup á íþróttafötum og …
Oft er hægt að gera góð kaup á íþróttafötum og strigaskóm. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál