Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

AFP

Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum á opinberum heimsóknum þeirra upp á síðkastið. 

Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins og börnin þeirra, Georg prins og Karlotta prinsessa hafa verið að ferðast um Evrópu síðustu viku og hægt er að segja að fjölskyldan sé búin að vera mjög samræmd í klæðaburði.

Í lok seinustu viku þegar fjölskyldan heimsótti Þýskaland klæddust þau fjólubláum og bleikum tónum.

Katrín hertogaynja klæddist fjólubláum kjól í svipuðum lit og köflótt skyrta prins Georgs. Skyrta Georgs skartaði einnig bleikum tónum í stíl við bleikan kjól Karlottu prinsessu. Vilhjálmur var einnig með í litasamsetningunni með fjólublátt bindi.

Fjölskyldan klæddist fjólubláum og bleikum tónum í Hamborg.
Fjölskyldan klæddist fjólubláum og bleikum tónum í Hamborg. AFP

Í annarri opinberri heimsókn í Þýskalandi var litasamsetning fjölskyldunnar greinileg þar sem blár litur var ríkjandi. 

Mæðgurnar klæddust báðar bláum kjólum á meðan Vilhjálmur skartaði bláu bindi og Georg blárri skyrtu.

Í Berlín klæddust þau bláum tónum.
Í Berlín klæddust þau bláum tónum. AFP

Þegar fjölskyldan skellti sér til Póllands klæddust þau hvítum, rauðum og bláum litum. Á meðan Katrín hertogaynja klæddist hvítum kjól, var Karlotta prinsessa klædd í hvítan og rauðan kjól. Skyrta Georgs prins var rauð, hvít og blá á meðan Vilhjálmur Bretaprins klæddist bláum jakkafötum, hvítri skyrtu og var með rautt bindi. 

Í Póllandi var fatnaður þeirra í fánalitum Bretlands – rauður, …
Í Póllandi var fatnaður þeirra í fánalitum Bretlands – rauður, hvítur og blár. AFP
Vilhjálmur Bretaprins með bindi í stíl við Katrínu hertogaynju.
Vilhjálmur Bretaprins með bindi í stíl við Katrínu hertogaynju. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál