Svona þrífur þú förðunarbursta þína

Það er mikilvægt að þrífa förðunarbursta sína að minnsta kosti …
Það er mikilvægt að þrífa förðunarbursta sína að minnsta kosti einu sinni í viku. skjáskot/instagram

Þú hefur af öllum líkindum heyrt allt um það hversu mikilvægt það er að þrífa förðunarbursta sína og hversu illa þú getur farið með húðina ef þú gerir það ekki. Flestum þykir samt mjög mikið vesen fylgja því að þrífa burstana þar sem það tekur þá heila eilífð að þorna og margir af þeim skemmast eftir fyrsta þvott.

Tímaritið Harpers Bazaar spjallaði við nokkra sérfræðinga og fékk nokkur ráð til þess að hreinsa förðunarburstana á sem bestan hátt. 

Fyrsta skrefið er að velja rétta hreinsinn. Margir fagmenn velja að nota skyndi-hreinsa sem þarf ekki að skola úr burstunum sem eru sniðugir fyrir þá sem hafa ekki tíma til þess að bíða í marga klukkutíma eftir að burstarnir þorni. Dæmi af þannig hreinsi er Make Up Forever Instant Brush Cleanser sem fæst í MASK á Íslandi. Svona hreinsa þarf að nota í hófi því burstar þrífast betur með hreinsum sem þarf að skola úr og nota vatn með. Einnig er mikilvægt að velja hreinsi sem er ekki með alkóhóli í en alkóhólið þurrkar upp brodda burstans og skemmir hann að lokum.

Fyrir okkur flest er allt of mikið að þrífa burstana á hverjum degi. Ef þú ert bara að nota burstana til að mála sjálfan þig þá ættirðu að þrífa þá einu sinni í viku til þess að koma í veg fyrir bólur og fílapensla.

Sama hvaða hreinsi þú velur þá er tæknin samt það mikilvægasta. Til þess að koma í veg fyrir trosnun á burstunum skaltu passa að setja ekki of mikla pressu á brodda burstans þegar þú þrífur hann. Nuddaðu honum létt í lófa þinn eða á hreinsimottu (eins og þessa frá real techniques) og þurrkaðu honum svo í handklæði þangað til það kemur enginn litur.

Það er mjög mikilvægt að þurrka burstana vel eftir þrif. Broddar flestra bursta eru límdir við skaftið og vökvi getur losað límið. Þannig að ef þú gleymir að þurrka þá almennilega getur límið leyst upp og burstarnir skemmast. Til þess að koma í veg fyrir það er sniðugt að leggja burstana á rakadrægt handklæði eða á enda borðs þar sem allur vökvi fellur á jörðina og af burstanum.

Þegar þeir eru loksins þurrir er gott að geyma þá á stað þar sem hver bursti fær sitt eigið hólf og helst inni í skáp eða í einhvers konar boxi þar sem ryk og drulla fellur ekki á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál