Ljúga myndirnar á Instagram?

Fyrsta myndin sýnir „feitan“ maga, næsta mynd sýnir flatan maga …
Fyrsta myndin sýnir „feitan“ maga, næsta mynd sýnir flatan maga og „flottann“ rass og á þeirri þriðju virðist hún ekki vera með neinn rass. skjáskot/Instagram

Líkamsræktarbloggarinn Lauren Tickner frá Englandi sýndi á Instagram hversu auðvelt það getur verið að blekkja fólk með því að stilla sér upp á mismunandi hátt fyrir myndir. 

Tickner birti mynd af sér sem sýndi þrjár myndir af henni teknar með 30 sekúndna millibili. Ef myndin er skoðuð gæti hreinlega verið þrír mismunandi líkamar á myndinni. Eina sem Tickner þurfti að gera var að skipta um stöðu. 

„Það sem þið sjáið á samfélagsmiðlum er ekki eins og fólk lítur út allan sólarhringinn í alvörunni. Ég veit að ef ég fetti hrygginn og færi mjaðmirnar get ég látið magann á mér líta út fyrir að vera flatari og rassinn stærri,“ skrifaði Tickner á Instagram. Hún tekur þó fram að auðvitað séu einhverjir sem eru með flatan maga og stóran rass. „Þú getur hreinlega látið líkamann líta úr fyrir að vera öðruvísi, bara með því að standa öðruvísi.“

Tickner segist jafnframt að hún hafi lært að samþykkja líkama sinn eins og hann er og henni finnst allt í lagi að sjá „slæma“ mynd af sjálfri sér. Enda sést það vel á myndinni að þá skipta sjónarhorn og stellingar öllu. 


⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀

Hér má greinilega sjá hversu auðveldlega er hægt að blekkja …
Hér má greinilega sjá hversu auðveldlega er hægt að blekkja með Instagram-mynd. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál