Myndar götutískuna í Reykjavík

Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík.
Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík. Ljósmynd/Samsett mynd

Ólafur Hannesson er 24 ára ljósmyndari sem að stofnaði Instagram-aðganginn RVK_Fashion fyrir rúmlega þremur vikum þar sem að hann myndar götustílinn í miðborg Reykjavíkur.

Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar ...
Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar getur að tísku. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Þetta byrjaði þegar ég var að mynda konu fyrir mánuði og ég fílaði í tætlur hvernig hún var klædd,“ sagði Ólafur um það hvenær hann ákvað að stofna aðganginn. „Eftir það fór ég að líta aðeins meir í kringum mig og fór að fylgjast með því hvernig fólk var klætt.“

Ólafur viðurkennir að hann hafi sjálfur ekki mikið vit á tísku og myndi mjög ólíklega einhvern tímann rata sjálfur inn á tískusíðu en hann hafi mikinn áhuga á því hvernig fólk kemur fram og heillast af fólki sem klæðir sig vel.

„Þetta er í rauninni bara um það að treysta augunum og mynda það sem að talar til mín,“ segir Ólafur um hvernig klæðnað hann leitist eftir því að mynda. „Ég passa mig á því að mynda ekki og augljósa tísku og svo hef ég rosalega gaman að skærum litum.“

Ólafur myndar fólk með einstakann stíl.
Ólafur myndar fólk með einstakann stíl. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Á hverjum degi fer Ólafur niður í miðbæ Reykjavíkur og myndar á milli tíu til 20 manns á dag en markmið hans er að feta í fótspor götuljósmyndara út í heimi sem mynda götutísku sem atvinnu.

„Ég hef alltaf fílað þennan náttúrulega og hversdagslega ljósmyndastíl,“ segir Ólafur. „Ég vill ekki vera að festa mig inn í einhverju stúdíói heldur frekar sýna hvað sér virkilega í gangi þarna úti.“

Þegar Ólafur sér manneskju sem klæðist einhverju skemmtilegu þarf hann að labba upp að manneskjunni og spyrja hvort hann megi mynda hana sem reyndist honum mjög erfitt í fyrstu.

Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í ...
Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Ég er hrikalega félagfælinn og óttast fólk alveg bara mikið þannig þetta er líka gott fyrir sjálfan mig svo ég sigrist á því,“ segir Óli og bætir við að í flestum tilfellum samþykki fólk að láta mynda sig. „Þegar ég segi þeim að ég sé götuljósmyndari og langi til þess að mynda þau því þau eru svo flott klædd verður fólk oftast upp með sér og leyfir mér að smella af þeim mynd.“

Fyrsta myndin á Instagram-síðu Ólafs er litrík mynd af ungri konu frá Malasíu en það er einmitt uppáhalds myndin hans.

„Þetta var þegar það voru svona 13 gráður í Reykjavík og allir íslendingarnir gengu um í stuttbuxum,“ sagði Ólafur. „Svo sé ég konu sem heldur bleiku teppi yfir hausinn á sér og ég fer að spyr hana út í það. Þá segir hún mér að hún sé nú bara að stikna úr hita þrátt fyrir það að hún sér frá Malasíu. Mér þykir mjög vænt um þá mynd.“

Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga ...
Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga á götuljósmyndun. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Þó svo að Ólafur segist ekki vera með neitt sérstakt markmið af fylgjendum sem hann hefur sett sér þá fyndist honum aldrei leiðinlegt að hafa fjölda fólks að fylgjast með sér.

„Ég sé þetta mest sem portofolio fyrir sjálfan mig þannig að ég get fylgst með því hvar ég er staddur svona ljósmyndalega séð,“ segir Ólafur.

Í lokin bætir hann því við að þetta sé eitthvað sem hann er alveg fullviss um að hann ætli að gera í framtíðinni og fólk þurfi ekkert að hræðast sig ef hann nálgast þau á götunni.

Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans.
Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans. Ljósmynd/Ólafur Hannesson
mbl.is

Svart eldhús við Blönduhlíð

13:00 Svart eldhús setur svip sinn á huggulega íbúð við Blönduhlíð í Reykjavík og er hálfpartinn opið inn í stofu.   Meira »

Ofurkonur í húsi Vigdísar Finnboga

10:05 Það var glatt á hjalla í húsi Vigdísar Finnbogadóttur þegar ráðstefnan All Ladie League var haldin   Meira »

Bráðhollt og gott millimál

07:00 Einkaþjálfarinn Telma Matthíasdóttir, sem heldur úti heimasíðunni Fitubrennsla.is, hefur leiðbeint fólki að bættri heilsu undanfarin 16 ár. Meira »

Góð ráð fyrir konur sem stunda sjálfsfróun

Í gær, 22:45 Konur ættu ekki endilega að liggja bara á bakinu og nudda á sér snípinn þegar kemur að sjálfsfróun.   Meira »

Eignuðust dóttur á frumsýningardaginn

Í gær, 19:45 Mikael Torfason og Elma Stefanía Ágústsdóttir eignuðust dóttur á föstudaginn. Mikael missti af frumsýningunni á Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu en hann er höfundur verksins ásamt Þorleifi Arnarssyni. Meira »

Færir fundi til að komast í crossfit

Í gær, 18:00 Ómar R. Valdimarsson lögmaður hugsar ákaflega vel um heilsuna en fyrir fjórum árum var hann 99,9 kg og ákvað að snúa vörn í sókn. Markmiðið var að vera í toppformi á fertugsafmælinu sem fram fór í síðasta mánuði. Meira »

12 kg of þung en langar í fitusog

í gær „Ég er með stoppaðan skjaldkirtil og á mjög erfitt með að losna við síðustu 12 kg. Er sniðugt að fara í fitusog fyrir svoleiðis manneskju? Og annað hvað kostar andlitslyfting? Svo er ég með annað vandamál því ég fór í brjóstaminnkun fyrir rúmum 30 árum og ég er með ljót ör og leiðinda hliðarpoka undir höndunum og á hliðunum, er hægt að laga það?“ Meira »

Dýrasta hús í heimi

Í gær, 15:00 Villa Les Cèdres er stórglæsileg villa í Suður-Frakklandi sem hæfir kóngafólki. Húsið er getur orðið þeirra sem eiga 43 milljarða. Meira »

Lífið breyttist eftir sambandsslitin

í gær Elva Dögg Sigurðardóttir tók lífstíl sinn í gegn eftir að hún hætti með barnsföður sínum. Hún skipuleggur sig vel og notar ekki tímaleysi sem afsökun fyrir því að borða óhollt og skrópa í ræktinni. Meira »

Rómantískt rússneskt heimili

í gær Fylgjendur íslenska landsliðins í knattpyrnu eiga von á góðu ef leiguíbúðir í Rússlandi eru eitthvað í líkindum við þessa.   Meira »

Sendiherrahjónin gera allt vitlaust

í fyrradag Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason voru frumsýndar í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Verkið hreyfði við áhorfendum.   Meira »

Guðni mætti á Guð blessi Ísland

í fyrradag Guð blessi Ísland eftir Mikael Torfason og Þorleif Arnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig ekki vanta. Meira »

Kínóa á húðina, ekki bara í magann

í fyrradag Kínóa hefur ekki bara orðið vinsæl á matarborðum á undanförnum árum heldur er kínóa einnig að verða vinsæl húðvara.   Meira »

„Ég hafði prófað allan andskotann“

21.10. Ragnheiður Kristjónsdóttir þekkir það vel af eigin raun að vera of þung. Í mörg ár burðaðist hún með allt of mörg aukakíló og var búin að reyna allt til þess að léttast. Meira »

Sleppir víni og japlar á kaffibaunum

21.10. Victoria Beckham borðar kaffibaunir til þess að koma í veg fyrir áfengisneyslu og þar með timburmenni. Fatahönnuðurinn er þekktur fyrir meinhollan lífstíl. Meira »

Fékk nýtt eldhús fyrir 37.000 kr.

20.10. Sandra Gunnarsdóttir fékk nýtt eldhús með því að filma innréttinguna og mála eldhúsið bleikt. Útkoman er stórkostleg.   Meira »

Kolvetni ekki alltaf vondi karlinn

í fyrradag Margir reyna að skera niður kolvetnaneyslu í megrunarskyni. Þó svo að það sé ekki hollt að borða brauð og pasta í hvert mál fitnar fólk ekki mikið við það að borða gulrætur. Meira »

Reynir að fara í ræktina klukkan sjö

21.10. Sigríður Andersen lifir annasömu lífi og myndi vilja hafa örlítið meiri tíma til að lesa og prjóna. Hún mætir í ræktina klukkan sjö á morgnana. Meira »

Emblurnar fögnuðu 10 ára afmæli

20.10. Emblurnar voru í miklu stuði á Hilton - Vox Club þegar hópurinn fagnaði 10 ára afmæli sínu.   Meira »

Hilfiger með línu fyrir fatlað fólk

20.10. Tommy Hilfiger segir línu sem er hönnuð með fólk með sérþarfir í huga vera þátt í því að gera tísku lýðræðislegri.   Meira »