Myndar götutískuna í Reykjavík

Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík.
Ólafur Hannesson myndar göturískuna í Reykjavík. Ljósmynd/Samsett mynd

Ólafur Hannesson er 24 ára ljósmyndari sem að stofnaði Instagram-aðganginn RVK_Fashion fyrir rúmlega þremur vikum þar sem að hann myndar götustílinn í miðborg Reykjavíkur.

Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar ...
Ólafur er mjög hrifinn af miklum og skærum itum þegar getur að tísku. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Þetta byrjaði þegar ég var að mynda konu fyrir mánuði og ég fílaði í tætlur hvernig hún var klædd,“ sagði Ólafur um það hvenær hann ákvað að stofna aðganginn. „Eftir það fór ég að líta aðeins meir í kringum mig og fór að fylgjast með því hvernig fólk var klætt.“

Ólafur viðurkennir að hann hafi sjálfur ekki mikið vit á tísku og myndi mjög ólíklega einhvern tímann rata sjálfur inn á tískusíðu en hann hafi mikinn áhuga á því hvernig fólk kemur fram og heillast af fólki sem klæðir sig vel.

„Þetta er í rauninni bara um það að treysta augunum og mynda það sem að talar til mín,“ segir Ólafur um hvernig klæðnað hann leitist eftir því að mynda. „Ég passa mig á því að mynda ekki og augljósa tísku og svo hef ég rosalega gaman að skærum litum.“

Ólafur myndar fólk með einstakann stíl.
Ólafur myndar fólk með einstakann stíl. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Á hverjum degi fer Ólafur niður í miðbæ Reykjavíkur og myndar á milli tíu til 20 manns á dag en markmið hans er að feta í fótspor götuljósmyndara út í heimi sem mynda götutísku sem atvinnu.

„Ég hef alltaf fílað þennan náttúrulega og hversdagslega ljósmyndastíl,“ segir Ólafur. „Ég vill ekki vera að festa mig inn í einhverju stúdíói heldur frekar sýna hvað sér virkilega í gangi þarna úti.“

Þegar Ólafur sér manneskju sem klæðist einhverju skemmtilegu þarf hann að labba upp að manneskjunni og spyrja hvort hann megi mynda hana sem reyndist honum mjög erfitt í fyrstu.

Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í ...
Eins og staðan er núna myndar Óli aðeins fólk í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

„Ég er hrikalega félagfælinn og óttast fólk alveg bara mikið þannig þetta er líka gott fyrir sjálfan mig svo ég sigrist á því,“ segir Óli og bætir við að í flestum tilfellum samþykki fólk að láta mynda sig. „Þegar ég segi þeim að ég sé götuljósmyndari og langi til þess að mynda þau því þau eru svo flott klædd verður fólk oftast upp með sér og leyfir mér að smella af þeim mynd.“

Fyrsta myndin á Instagram-síðu Ólafs er litrík mynd af ungri konu frá Malasíu en það er einmitt uppáhalds myndin hans.

„Þetta var þegar það voru svona 13 gráður í Reykjavík og allir íslendingarnir gengu um í stuttbuxum,“ sagði Ólafur. „Svo sé ég konu sem heldur bleiku teppi yfir hausinn á sér og ég fer að spyr hana út í það. Þá segir hún mér að hún sé nú bara að stikna úr hita þrátt fyrir það að hún sér frá Malasíu. Mér þykir mjög vænt um þá mynd.“

Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga ...
Þessa konu var Ólafur að mynda þegar hann fékk áhuga á götuljósmyndun. Ljósmynd/Ólafur Hannesson

Þó svo að Ólafur segist ekki vera með neitt sérstakt markmið af fylgjendum sem hann hefur sett sér þá fyndist honum aldrei leiðinlegt að hafa fjölda fólks að fylgjast með sér.

„Ég sé þetta mest sem portofolio fyrir sjálfan mig þannig að ég get fylgst með því hvar ég er staddur svona ljósmyndalega séð,“ segir Ólafur.

Í lokin bætir hann því við að þetta sé eitthvað sem hann er alveg fullviss um að hann ætli að gera í framtíðinni og fólk þurfi ekkert að hræðast sig ef hann nálgast þau á götunni.

Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans.
Fyrsta og uppáhaldsmynd Ólafs á Instagram-síðu hans. Ljósmynd/Ólafur Hannesson
mbl.is

Vill milljón á mánuði fyrir 50% vinnu

13:42 Jón Gnarr er að leita sér að vinnu og lætur ekki bjóða sér hvað sem er.  Meira »

Sagði upp í bankanum og elti drauminn

12:00 Anna Bergljót Thorarensen, stofnandi leikhópsins Lottu, elti drauminn þegar hún sagði upp starfi sínu hjá Glitni ári fyrir hrun og keypti lénið jólasveinar.is. „Ef það er ekki gaman í vinnu þá er ofboðslega erfitt að hafa gaman í lífinu,“ segir Anna Bergljót. Meira »

Geir Ólafsson gekk að eiga Adriönu

08:44 „Ég var búinn að ákveða fyrir löngu síðan að ég vildi kvænast Adriönu. Ég veit ekki hvort ég er svona gamaldags en mér finnst skipta miklu máli fyrir barnið okkar að við foreldrarnir séum í hjónabandi. Það veitir ákveðið öryggi.“ Meira »

Breytir sér í Emmu Watson án vandræða

06:00 Förðunarbloggarinn Paolo Ballesteros á ekki í neinum vanda við að bregða sér í hlutverk stjarna á borð við Emmu Watson. Förðunarvörur koma í stað töfrasprotans í tilviki Bellesteros. Meira »

Sýnir línurnar í 20 þúsund króna kjól

Í gær, 23:59 Þó svo að Beyoncé sé þekkt fyrir að ganga í dýrum merkjavörum þá þarf hún ekki alltaf að eyða fúlgum fjár til þess líta vel út. Meira »

Fæðingin tók 27 klukkustundir

Í gær, 21:00 Gabriela Líf Sigurðardóttir á átta mánaða gamlan son. Gabriela sem lenti í erfiðleikum fyrstu mánuðina getur ekki hugsað til þess hvernig lífið væri án sonar síns. Meira »

Segist bara vera sendiboðinn

Í gær, 15:58 Mikil umræða hefur átt sér stað eftir að Eiríkur Jónsson birti umdeilda grein um brjóstaskoru Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara í Birnumálinu. Meira »

Þú getur ekki faðmað ungabarn of mikið

Í gær, 19:00 Góðar fréttir fyrir þá sem finnst gott að knúsa hnoðrana sína en snerting er nauðsynleg ungabörnum.   Meira »

Hrukkurnar burt, hvað er til ráða?

í gær „Hvaða meðferðir eru í boði til þess að láta djúpar skorur á milli augnanna, svokallaðar grimmuhrukkur, hverfa? Hvaða aðferð mælir þú með, hver er endingin og hvað kosta þær?“ Meira »

Er förðunin að gera þig eldri?

í gær „Þegar aldurinn færist yfir kann húð okkar og hár að breytast svo það sem virkaði um tvítugt virkar ekki jafn vel um þrítugt og svo framvegis. Hér koma tíu góð ráð til að uppfæra snyrtinguna svo hún geri sem mest fyrir okkur,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir. Meira »

21 árs í ungbarnamyndatöku

í gær Það er aldrei of seint að fara í ungbarnamyndatöku að minnsta kosti ef eitthvað er að marka þau Rebeccu Hayes og David Ward. Meira »

Játningar Lindu Baldvinsdóttur

í gær Bara það eitt að selja litlu íbúðina mína í Grafarvogi og flytja mig í annað bæjarfélag reyndist mér á sama tíma bæði spennandi og örgrandi verkefni. Ég fann hvernig ég sveiflaðist á milli gleði og ótta við það nýja sem tæki við. Svo þegar ég var búin að koma mér fyrir á nýja staðnum uppgötvaði ég að þetta var svo sannarlega löngu tímabært skref þó svo að ég hugsi enn um litlu kompuna mína með væntumþykju og virðingu fyrir það skjól sem hún veitti mér. Meira »

Dýrustu kjólar í sögu Hollywood

í fyrradag Mörgum stjörnum finnst engin upphæð of há þegar kemur að því að líta sem best út en þó svo að himinhátt verð á kjólum komi okkur í uppnám þá er það bara annar dagur í lífi þeirra. Meira »

Andri Snær fagnaði í Tulipop

í fyrradag Fólk var í sumarskapi þegar ný Tulipop-verslun opnaði á Skólavörðustíg.   Meira »

Átti að deyja en sneri við blaðinu

21.8. Fyrir tveimur árum var Elena Goodall 184 kíló og borðaði nær eingöngu McDonalds og KFC. Nú hefur hún lést um 115 kíló og tekur þátt í járnkarlinum. Meira »

Kynlífið snýst bara um hann

21.8. „Kynlífið okkar er byrjað að snúast mikið um hans langanir. Mér líður eins og ég sé uppblásin dúkka. Ég vil rómans! Ég vil hrós! Ég vil forleik! Ég vil að hann taki sér tíma! Ég vil að hann kyssi mig í alvöru! Meira »

Getum við orðið hamingjusöm?

í fyrradag Er hægt að lækna afbrýðisama kærasta? Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, situr fyrir svörum.   Meira »

Björk og Auður á leið í sjónvarp

í fyrradag Björk Eiðsdóttir og Auður Húnfjörð, sem reka tímaritið MAN, eru á leið í sjónvarp en þær eru að fara að byrja saman með sjónvarpsþátt. Meira »

Er þetta sami maðurinn?

21.8. Fjarfestirinn Róbert Wessman hefur gjörbreyst í útliti á átta árum. Árið 2009 var hann með strípað hár og gleraugu, nú er hann með dökkt hár og skegg. Meira »

Smáforrit sem fylgist með húðumhirðu

21.8. Til er smáforrit sem að segir þér hvort raka- og hrukkukremin þín rándýru séu í raun að virka eða ekki.   Meira »