Meistarinn á bak við útlit Gigi Hadid segir frá

Patrick Ta farðar meðal ananrs Gigi Hadid.
Patrick Ta farðar meðal ananrs Gigi Hadid. mbl.is/AFP

Förðunarfræðingurinn Patrick Ta hefur farðað margar stjörnur, hann farðar meðal annars fyrirsætuna Gigi Hadid reglulega. Eins og allir alvörureynsluboltar lumar Ta á nokkrum góðum ráðum eins og Beuty Crew fór yfir. 

Farðinn

Þegar kemur að endingargóðum farða mælir Ta ekki endilega með að treysta fullkomlega á farða sem er markaðssettur á þann hátt. Hann mælir með að blanda slíkum farða við rakakrem. 

Augnhárin

Til þess láta maskarann endast vel mælir hann með því að nota aðeins venjulegan maskara á efri augnhárin en vatnsheldan á þau neðri.

Augnförðun

Ta mælir með að fólk setji á sig augnskugga áður en andlitsfarðinn og hyljarinn eru settir á. Hann mælir með farða í kremformi. 

Ljómi

Ta blandar olíu við farðann til að skapa áreynslulausan ljóma. Hann mælir með La Mer Renewal-olíunni. 

Varirnar

Til að gera varirnar fyllri mælir hann með varablýanti. Hann mælir þó með að nota hann bara að miðju varanna svo formið á endunum breytist ekki. 

Útlínurnar

Þegar útlínur andlitsins eins og kinnbein eru gerð sýnilegri mælir Ta með kremuðum farða.

Húð Gigi Hadid ljómar yfirleitt fallega.
Húð Gigi Hadid ljómar yfirleitt fallega. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál