Lífsstílsráð frá Diane von Furstenberg

Diane von Furstenberg er reynslunni ríkari eftir mörg ár í ...
Diane von Furstenberg er reynslunni ríkari eftir mörg ár í tískubransanum. mbl.is/AFP

Fatahönnuðurinn Diane von Furstenberg er hafsjór af fróðleik þegar kemur að tísku og útliti kvenna. Vogue tók saman nokkur góð ráð Furstenberg fyrir konur sem eru á hápunkti lífs síns að mati Furstenberg, en hún telur að það sé á árunum 28 ára til 35 ára.

Áratugaheit

Í stað þess að strengja áramótaheit mælir Furstenberg með því að konur horfi til tíu ára í senn. Hún mælir til dæmis með því að fólk hætti að reykja fyrir þrítugt þar sem það verði bara erfiðara að hætta slæmum óvönum eftir þrítugsaldurinn. 

Sólarvörn

Hún ráðleggur konum að forðast sólina í meira mæli, nokkuð sem hún gerði ekki, og minnir á sólarvörnina. 

Láttu hárið vera

Furstenberg segir að allir séu með mismunandi hár með mismunandi vandamál. „Forðastu allt sem kemur í veg fyrir heilbrigði hársins,“ sagði hún. Hún segist bara hafa notað náttúrulegan lit í hárið og þess vegna sé hún með heilbrigt hár sjötug að aldri en hún er þekkt fyrir fallegt hár. 

Farði

Hún hvetur konur til að vera þær sjálfar; ef þær hafa gaman af að vera málaðar ættu þær að gera það. „Ef þú ert hrifin af farða, notaðu mikinn,“ segir hún. Ef konur hafa ekki áhuga á að mála sig ættu þær heldur ekki að gera það. 

Frí með sjálfri þér

Furstenberg ráðleggur konum að fara í frí með sjálfum sér til þess að byggja upp sambandið við sjálfið. „Njóttu þín og njóttu þess sem þú ert.“

Teygjur

„Ef ég ætti að mæla með einum hlut mundi ég með mæla með að þú gerðir jóga,“ sagði Furstenberg. Hún segir að það sé gott til að liðka líkamann en einnig fyrir hugann. 

Dagbókarskrif

„Haltu dagbók, það getur verið sjónræn dagbók eins og Instagram eða skrifleg, af því þú verður svo hamingjusöm við það að líta til baka og lesa um ævintýri lífs þíns,“ segir Furstenberg og mælir með að fólk lifi til fulls og sé ekki hrætt við að fara ótroðnar slóðir. 

Næring

„Þú ert það sem þú borðar. Það er svo einfalt,“ segir Furstenberg, sem mælir með ávöxtum á morgnana, miklu grænmeti og að forðast hveiti og sykur. 

Lærðu að klæða þig

Furstenberg segir mikilvægt að konur viti hvers konar fatnaður henti þeim þegar þær ná þrítugsaldrinum. Sjálf mælir hún með að grunnfatnaður beri með sér alvarlegan blæ en það megi svo skreyta með einhverju skemmtilegu.

 

Diane von Furstenberg.
Diane von Furstenberg. mbl.is/AFP
mbl.is

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

21:00 Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »

Glamúr á tískusýningu Victoria's Secret

18:43 Undirfatatískusýning Victoria's Secret er ein umtalaðasta tískusýningu í heiminum. Hver ofurfyrirsætan á fætur annarri kom fram í undirfötum sem hæfa englum. Meira »

Brúnar og stæltar fitness-drottningar

15:43 Köttaðir og brúnir kroppar kepptu á bikarmótinu í fitness í Háskólabíói sem fram fór um helgina. Um 90 keppendur stigu á svið og voru þeir hver öðrum flottari eins og sést á myndunum. Meira »

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

14:25 Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »

Klæddist þremur kjólum í brúðkaupinu

13:00 Serena Williams fékk Söruh Burton hjá Alexander McQueen til þess að hanna brúðarkjólinn sinn. Burton hannaði einnig brúðarkjól Katrínar hertogaynju. Meira »

Skvísuveisla á Garðatorgi

09:57 Það var glatt á hjalla þegar Baum und Pferdgarten-verslun var opnuð á Garðatorgi. Fötin hafa hingað til fengist í Ilse Jacobsen á Garðatorgi en nú er öll línan fáanleg í versluninni. Helstu skvísur landsins mættu í partíið. Meira »

Jessica Biel með fimm sekúndna hártrix

Í gær, 23:59 Leikkonan Jessica Biel veit að það þarf ekki að vera með stífa hárgreiðslu til þess að líta vel út. Fylgihlutir geta heldur betur bjargað málunum. Meira »

Dragðu fram ljómann

08:00 Það sem einkennir góðar snyrtivörur er að þær nái að draga fram það besta í andliti konunnar. Þetta vita eigendur BECCA sem er splunkunýtt snyrtivörumerki hér á landi. Meira »

Er gift manni en er ástfangin af konu

í gær „Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.“ Meira »

Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

í gær Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu svo þú lítir betur út þegar þú ert borin saman við hina. Þetta er reyndar bara eitt ráð af mörgum til þess að láta þig líta út fyrir að vera meira aðlaðandi. Meira »

Fimm á dag ekki nóg fyrir frú Trump

í gær Melania Trump er þekkt fyrir gæsilega framkomu enda fyrrverandi fyrirsæta. Forsetafrúin passar hvað hún setur ofan í sig og er ekki hrifin af tískumegrunarkúrum. Meira »

Á allt of mikið af snyrtivörum

í gær Tónlistarkonan Svala Björgvins er þekkt fyrir líflegan stíl og litríka förðun. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um förðunarrútínuna hennar. Meira »

Baráttan við ellina, hvað er til ráða?

í gær Það er aldrei of seint að fara hugsa um húðina því hún er jú stærsta líffærið okkar. Húðin þarf umhyggju og rétta meðhöndlun. Þegar við eldumst verða þarfirnar aðrar og taka þarf mið af því þegar húðvörur eru valdar. Meira »

Kate Moss notar engin leynitrix

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. Meira »

Fagnaði ákaft á Kaffibarnum

18.11. Börkur Gunnarsson var að gefa út bókina Þeir og er hún númer tvö í þríleik. Fyrsta bókin í þessum þríleik heitir Hann.   Meira »

Berglind með gott partí

18.11. Matarbloggarinn og hjúkrunarfræðingurinn Berglind Guðmundsdóttir hélt glæsilegt teiti í gær vegna útkomu bókarinnar Gulur, rauður, grænn og salt. Meira »

Sambandsráð úr Hollywood

í gær Þó svo að flest hjónabönd í draumaborginni Hollywood endist illa þá eru sum sambönd sem virðast sterk og innileg. Stjörnurnar gáfu nokkur ráð sem nýtast pörum hvar í heiminum sem er. Meira »

Birkin-töskur í tugatali í töskuherberginu

18.11. Kylie Jenner er bara tvítug en þrátt fyrir það á hún ekki bara fataherbergi heldur líka töskuherbergi. Á meðan margar konur eiga eina uppáhaldstösku getur Jenner skipt oftar um töskur en nærbuxur. Meira »

Ljótustu skópör allra tíma

18.11. Sumir skór eru einfaldlega svo ljótir að ótrúlegt er að einhver skuli hafa haft hugmyndaflug til að hanna þá.   Meira »

„Það má alltaf bæta í safnið“

18.11. Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er með fágaðan smekk og hefur mikið dálæti á fallegum töskum. Það er því ekki úr vegi að fá að forvitnast aðeins um herlegheitin, en Lína Birgitta sat fyrir svörum. Meira »