Góðir burstar lykillinn að fallegri förðun

Guðrún Helga hefur mikinn áhuga á snyrtivörum.
Guðrún Helga hefur mikinn áhuga á snyrtivörum. Morgunblaðið / Hanna Andrésdóttir

Guðrún Helga Sörtveit er förðunarfræðingur, bloggari á Trendnet og viðskiptafræðinemi í HÍ auk þess sem hún starfar sem flugfreyja á sumrin. Guðrún hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist snyrtivörum og förðun og hefur gaman af því að deila áhugamáli sínu í gegnum samfélagsmiðla. Það er því tilvalið að fá að forvitnast örlítið um förðunarvenjur Guðrúnar.

Hvað ertu lengi að taka þig til á morgnana?

„Það fer algjörlega eftir því hversu mikinn tíma ég hef, stundum eru það bara fimm mínútur en getur líka alveg óvart orðið hálftími. Þegar ég er að fara eitthvað fínt og hef nógan tíma get ég verið alveg þrjá klukkutíma. Það er bara svo róandi að gera sig til í rólegheitunum með góðri tónlist.“

Hvernig farðar þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega nota ég oftast bronzing-gelið frá Sensai yfir allt andlitið, því næst set ég Age Rewind-hyljarann minn frá Maybelline undir augun og á þau svæði sem ég vil annaðhvort lýsa eða hylja. Síðan púðra ég létt yfir allt andlitið með litlausu púðri frá Lauru Mercier, aðallega til þess að hyljarinn fari ekki neitt yfir daginn. Ég set síðan alltaf smá sólarpúður og kinnalit, en mér finnst maður verða alltaf ótrúlega ferskur eftir það. Mitt uppáhaldssólarpúður í augnablikinu er Max Factor Creme bronzer og Milk Makeup krem bronzer-inn, uppáhaldskinnaliturinn minn er Bellini frá Ofra. Ég tek örugglega alltaf lengsta tímann í að laga á mér augabrúnirnar en mér finnst þær móta andlitið. Lokahöndin er maskari og highlighter, þá er ég tilbúin.“

En fyrir fínni tilefni?

„Þá set ég oftast á mig farða, eyeliner og augnskugga en það er svona mitt „go to look“. Ég elska farða sem er léttur á húðinni og sá sem ég nota í augnablikinu er Nars Sheer Glow. Síðan nota ég alltaf bara þá pallettu sem er í uppáhaldi hjá mér þá stundina.“

Hefurðu gert einhver förðunarmistök?

„Já, ég held að mín verstu mistök hafi verið þegar ég teiknaði á mig augabrúnir með svörtum augnblýanti og svo auðvitað tímabilið sem einkenndist af of miklu sólarpúðri.“

Hvernig myndirðu aldrei farða þig?

„Ég held að það sé engin förðun sem ég myndi aldrei nota, eða ég get allavega ekki nefnt neina sérstaka. Ég mun örugglega horfa til baka eftir tíu ár og hugsa: Af hverju var ég með svo mikinn highlighter?“

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?

„Það er örugglega bronzing-gelið frá Sensai, Milk Makeup Bronzer-inn og augabrúnavörurnar mínar. Það er samt mjög breytilegt hvað er í uppáhaldi og elsku Real Techniquesburstanna minna gæti ég ekki lifað án.“

Hvað gerirðu til að halda húðinni í góðu standi?

„Ég er mjög dugleg að hreinsa húðina kvölds og morgna, setja maska og drekka mikið vatn. Það er líka mikilvægt að finna réttu vörurnar fyrir sig og finna út hvernig húð maður er með.“

Hvert er besta förðunarráðið að þínu mati?

„Góðir burstar og að undirbúa húðina vel finnst mér vera lykillinn að fallegri förðun.“

Guðrún segir að lykillinn að fallegri förðun séu góðir burstar.
Guðrún segir að lykillinn að fallegri förðun séu góðir burstar. mbl.is/Hanna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál