Nef Markle vinsælt hjá lýtalæknum

Meghan Markle þykir skarta snotru nefi.
Meghan Markle þykir skarta snotru nefi. AFP

Tískustraumar eru ekki aðeins ráðandi þegar kemur að fatnaði og innanstokksmunum, því fegurðarskyn fólks sveiflast einnig eftir því sem þykir móðins.

Eftir að Kardashian-systur tóku yfir internetið hafa fegrunaraðgerðir á vörum og þjóhnöppum sótt í sig veðrið. Nú virðist nýjasta æðið þó vera að skarta nefi eins og Meghan Markle, unnusta Harrys Bretaprins.

„Fyrir hálfu ári byrjuðu sjúklingar að koma til mín til þess að biðja um nef eins og Meghan Markle,“ segir lýtalæknirinn Stephen T. Greenberg í samtali við Allure og bætir við að bón um að fá nef eins og Markle sé nú orðin ansi algeng.

„Hún er með nokkuð frábært nef, en galdurinn við það er að það er ekki fullkomið. Þegar maður horfir á það frá hlið sér maður að á því er svolíll hnúður sem sést ekki þegar maður horfir framan á það.“

Markle virðist aldeilis vera að stimpla sin inn sem fyrirmynd kvenna, en kvenpeningurinn keppist einnig um að klæðast eins og hún.

Nef Meghan Markle er víst í tísku um þessar mundir.
Nef Meghan Markle er víst í tísku um þessar mundir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál