Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af nýju Stjörnustríðsmyndinni.
Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af nýju Stjörnustríðsmyndinni.

Skóhönnuðurinn Christian Louboutin fór í samstarf við Disney í tilefni þess að Stjörnustríðsmyndin The Last Jedi verður frumsýnd á næstu dögum. Louboutin hannaði fjögur pör fyrir fjórar kvenpersónur í myndinni. 

Persónurnar sem skórnir voru hannaðir fyrir voru Rey leikin af Daisy Ridley, Vice Admiral Amilyn Holdo leikin af Lauru Dern, Captain Phasma leikin af Gwendoline Christie og Rose Tico leikin af Kelly Marie Tran. Louboutin hannaði skóna eftir persónunum en líka með leikkonurnar í huga. 

Skór Captain Phasma.
Skór Captain Phasma.

Louboutin segir að Disney sé mjög gott í að þróa persónur og það sama á sér stað þegar hann hannar skó. „Ég hugsa oft um persónur, þannig á vissan hátt fyrir mig þá er þetta algjörlega eðlilegt að vinna í kringum persónur, það er í raun það sem ég geri,“ sagði Louboutin en rauði sólinn hans fær að halda sér á skópörunum. 

Skór Rey.
Skór Rey.

Eftir að myndin verður frumsýnd verðar skórnir með áritun Louboutin og leikkvennanna boðnir upp og fer ágóðinn til barna sem þurfa að dvelja á spítölum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Louboutin vinnur með Disney en hann hannaði líka skó í tilefni af kvikmynd um Öskubusku og myndinni Maleficent með Angelinu Jolie í aðalhlutverki. 

Skór Rose Tico.
Skór Rose Tico.
Skór Vice Admiral Amilyn Holdo.
Skór Vice Admiral Amilyn Holdo.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál