64 ára með tískublogg ársins

Lyn Slater er töffari af Guðs náð.
Lyn Slater er töffari af Guðs náð. skjáskot/instagram

Lyn Slater var valin ein af 17 mest heillandi mannseskjunum á Instagram á ársinu 2017 af Cosmopolitan. Slater skilur sig frá flestum öðrum samfélagsmiðlastjörnum vegna aldursins en hún er 64 ára. 

Slater lætur hins vegar aldurinn ekki stoppa sig og er á toppi fyrirsætuferils síns á sjötugsaldri. Fyrirsætuferillinn er nýhafinn hjá Slater en hún fékk fyrirsætusamning við Elite Models London á árinu. 

Slater, sem starfar enn sem prófessor við Fordham-háskóla í New York, settist sjálf aftur á skólabekk árið 2010 við Fashion Institute of Technology. Samnemendur hennar þar hvöttu hana til þess að byrja með blogg sem hún gerði árið 2014. 

Lyn Slater starfar nú að hluta til sem fyrirsæta.
Lyn Slater starfar nú að hluta til sem fyrirsæta. skjáskot/Instagram

Í Viðtali við Cosmopolitan segir Slater að hún hafi ekki fengið að klæða sig persónulega sem ung stúlka en hún gekk í kaþólskan skóla. Hún tók því til þess ráðs að skreyta sig með dýrlingum og öðrum trúarlegum skreytingum, en það mátti. 

„Fyrir mér er tíska fyrir allar konur, alla karlmenn, allt fólk af því það hún dregur fram ánægju. Þegar ég er að gera mig til fyrir eitthvað segi ég ekki: „Oh, ég er 64 ára. Ætti ég ekki að ganga í þessum kjól?“,“ segir Slater í viðtalinu. 

On my way to @tibi SS2018. Photo by @simonzchetrit for @manrepeller

A post shared by Accidental Icon (@iconaccidental) on Sep 14, 2017 at 4:15am PDT

When your hair is not the only silver you like to wear. Thanks @mango #AStoryOfUniqueness #MangoGirls #AgeIsNotAVariable

A post shared by Accidental Icon (@iconaccidental) on Apr 11, 2017 at 9:10am PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál