Heillar Skandinava í norrænni hönnun

Michelle Obama í danskri hönnun í Danmörku.
Michelle Obama í danskri hönnun í Danmörku. mbl.is/AFP

Michelle Obama heimsótti frændur okkar í Skandinavíu í vikunni. Obama er mikil sölumanneskja og klæddist norrænni hönnun í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hún kom fram í buxnadrögtum í öll skiptin og þótt hönnuðirnir væru ekki þeir sömu voru dragtirnar allar frekar líkar. 

Þegar fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna kynnti ævisögu sína í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn klæddist hún fallegri bleikri dragt frá danska merkinu Stine Goya. Obama var svo mætt til Stokkhólms á miðvikudaginn og klæddist hvítri dragt frá Acne Studios.

Á fimmtudaginn var hún enn og aftur mætt í hönnun heimamanns þegar hún klæddist svartri dragt frá Peter Dundas í Ósló. 

Glitrandi pallíettur voru saumaðar í allar dragtirnar þrjár þannig að þótt sniðið hafi ekki verið alveg eins og liturinn ekki heldur mátti sjá ákveðið samræmi í fatavalinu. Frú Obama bauð því ekki upp á fjölbreyttan stíl í Skandinavíu en seldi örugglega einhverjar bækur með því að klæðast hönnun heimamanna. 

Michelle Obama.
Michelle Obama. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál