Svona verða heitustu jólagjafirnar í ár

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru hjá Hagkaup.
Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru hjá Hagkaup.

Margir leggja í vana sinn að fjárfesta í hinum ýmsu snyrtivörum í ferðalögum erlendis en þar sem lítið er um slíkar ferðir þessa dagana flykkjast landsmenn í Hagkaup þar sem hægt er að nálgast mesta úrval landsins af snyrti- og húðvörum. Forsvarsmenn og -konur í Hagkaup hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun og hafa tekið eftir eilítið breyttri kauphegðun í faraldrinum og fyrir jólin.

Rakel Ósk Hreinsdóttir vörustjóri snyrtivöru hjá Hagkaup sér til að mynda mikla aukningu í sölu á ilmi fyrir bæði kyn og telur líklegt að það sé sú vara sem einna helst er keypt á ferðalögum erlendis.

„Það er líka gaman að fylgjast með síauknum vinsældum snyrtivörudagatala sem eru uppseld fyrir þessi jól. Það er greinilegt að margir vilja gera vel við sig og ástvini og eru snemma í því að kaupa slík dagatöl áður en það er um seinan,“ bætir Rakel við.

Rakel segir að tilbúnar gjafaöskjur séu sérstaklega vinsælar þessa dagana og muni þær að öllum líkindum rata í jólapakkann í ár.

„Gjafaöskjurnar eru alltaf okkar stærsti og vinsælasti söluliður fyrir jól enda frábær gjöf. Það er hægt að gera þrusugóð kaup með gjafaöskjunum því kosturinn er einna helst að með hverri öskju fylgir veglegur kaupauki. Úrvalið hefur aldrei verið jafn mikið og núna og vorum við vel undirbúin fyrir þessi jól svo enginn myndi lenda í jólakettinum í þeim efnum.“

Á dögunum lauk risa Tax Free-dögum hjá Hagkaup og segir hún að þar hafi verið slegin sölumet í snyrtivörudeildinni. Stemningin var þó eilítið breytt í þetta skiptið sökum fjöldatakmarkana í verslunum.

„Við tókum þá á það ráð að lengja tilboðsdagana í átta daga sem í venjulegu árferði eru fimm. Við höfum einnig lengt afgreiðslutíma verslana okkar í Smáralind og Kringlunni sem hefur auðveldað verslunarferðirnar fyrir þeim sem kjósa að versla í ró og næði. Viðskiptavinir hafa tekið afar vel í þetta framtak og hefur tekist vel hingað til,“ segir hún. 

Rakel bætir við að þetta væri ekki hægt án þess frábæra starfsfólks sem stendur vaktina í snyrtivörudeildum Hagkaups og sér til þess að veita viðskiptavinum faglega og framúrskarandi þjónustu á degi hverjum.

„Það sama má segja um gott samstarf okkar við snyrtivörubirgja sem búa yfir afar mikilvægri þekkingu og góðri þjónustulund og sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig fyrir jólin,“ segir Rakel. 

Hagkaup hefur gefið út veglegt snyrtivörublað sem fylgir Morgunblaðinu í dag og er þar hægt að sjá brot af því besta sem snyrtivörudeild Hagkaups býður upp á fyrir jólin. Sjón er sögu ríkari.

HÉR er hægt að lesa blaðið!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál