Prófaði tvíþætt augnkrem sem dregur úr hrukkum

Kristjana Rúnarsdóttir, National Make-up artist hjá Lancôme, farðaði Unnu Steinsson með nýjustu litunum frá Lancôme. Kristjana segir að það skipti mjög miklu máli að húðin sé ver undirbúin og nærð til þess að ná fram góðri áferð á förðuninni.

„Rénergie Éclat Multi Lift er nýjung hjá Lancôme, húðvara sem gefur ljóma og lyftandi árangur strax. Þetta nýja krem er einstakt. Það er hugsað fyrir konur sem vilja fá lyftingu, lagfæringu á litarhætti, ljóma og sléttandi áhrif strax og finnst hefðbundinn farði of mikið. Rénergie Éclat Multi-Lift kemur þannig í staðinn fyrir dagkremið þitt og farðann,“ útskýrir hún.

„Rénergie Multi-Lift-augnkrem er tvíþætt. Krem með virkni sem dregur úr hrukkum, þéttir húðina, lyftir augnlokum og „base“ sem dregur úr dökkum baugum, lýsir upp augnsvæðið og sléttir augnpoka.

Að sögn dr. Bui, eins frægasta lýtalæknis Frakklands, þarf að laga 6 hluti fyrir yngingu á augnsvæðinu. Húðin í kringum augun verður að þéttast, það þarf að lyfta augnlokunum, línur í kringum augun verða að minnka og allt svæðið lýsast upp, þannig að pokar og dökkir baugar minnki. Allt þetta næst með því að nota þetta eina augnkrem - Rénergie Yeux Multi-Lift.“

Rénergie Multi-Lift-augnkremið var sett í kringum augun ásamt Rénergie Multi-Lift base inn í augnakrókinn og undir augun.

Rénergie Éclat Multi Lift litur númer 03 var notaður á Unni. Rénergie Éclat var borið á með fingrum létt yfir andlitið.

„Til að skerpa augabrúnir var Sourcils Pro númer 02 notaður. Hann er í blýanti og er mjög fljótlegt og þægilegt að nota hann.“

Sólarpúður á sumrin

Sólarpúður er algjör nauðsyn til að fá sólarkyssta húð. Sólarpúðrið er sett létt á enni, nef, kinnar, höku og bringu til að fá fallegan ljóma.

Kinnalitur númer 03 var settur í kinnarnar. Til að setja kinnalitinn á er best að brosa og setja létta áferð á epli kinnanna og draga upp kinnbeinin. Betra er að hafa minna í burstanum og setja aftur heldur en að vera með of mikið og setja allt of mikið á kinnarnar.

Á augun var settur svartur augnblýantur á efra augnlokið upp við augnhár og ofan í línuna var notaður mjór pensill til að mýkja. Ég valdi augnskuggapallettu sem heitir Bady NU og er númer F90. Flottir litir með allt sem þarf til að gera bæði dag- og kvöldförðun. Dökki skugginn er settur í línuna sem búið var að móta með augnblýantinum til að festa og ramma augun ennþá meira inn. Sami dökki litur var notaður í Glóbuslínu til að skyggja. Ljósasti liturinn er settur á augnlokið til að fá bjarta, ferska, sumarlega förðun.

Muna að minna er meira!

Kristjana bendir á að betra er að hafa lítið í penslinum. „Það er miklu betra að byggja upp förðunina heldur en að draga úr henni.

Hypnose Doll Eyes, vatnsheldur maskari, var notaður í þessa förðun. „Hypnose Doll Eyes maskarinn er tilvalinn yfir sumarið, því vatnsheldir maskarar þola tár, hita, vatn, sund og allt sem fylgir útivistinni yfir sumarið.“

Rouge in LOVE-varalitirnir voru notaðir við þetta tækifæri. „Fullkomlega endingargóður litur sem gefur hámarksþægindi á vörum, auðveldur í notkun og gefur glans og gljáa. Litur númer 322 var notaður en sá litur er ferskur, bjartur og fallegur fyrir sumarið.“

Eitt gott ráð frá sérfræðingnum í lokin:

„Til að fá náttúrulega og gagnsæja áferð dumpið Rouge in LOVE varalitnum á varirnar með fingrum. Fyrir þokkafulla og glansandi förðun notið varalitinn beint á varirnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Atvinnulaus en þóttist vera vellauðugur

18:00 Hinn 27 ára Vladimir Wilson var atvinnulaus og ansi skuldugur en þóttist vera milljónamæringur. Hann hélt því fram að hann hefði unnið lottóvinning upp á 1,1 milljarð króna þegar hann var 19 ára gamall, hann vonaðist til að lygin yrði til þess að hann kæmist í raunveruleikasjónvarp. Meira »

„Mér finnst ég samt líta vel út á vinstri myndinni“

16:00 Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Complex. Á forsíðunni er Khloe, sem hefur verið dugleg í ræktinni undanfarið, fáklædd og olíuborin. Ótal fylgjendur hennar á Instagram vildu meina að myndirnar af henni væri „fótósjoppaðar“ út í hið óendanlega en Khloe var fljót að þagga niður í þeim sem gagnrýndu hana. Meira »

Hvernig ert þú í samskiptum?

13:00 „Hefurðu velt því fyrir þér hvernig þú ert í samskiptum? Notarðu skýr skilaboð og tjáir þig þannig að þú takir ábyrgð á því sem þér ber? Eða notarðu óbein skilaboð og verð jafnvel miklum tíma í að velta fyrir þér hvað þessi og hinn hafi meint með því sem hann sagði (jafnvel endur fyrir löngu)? Það er tilvalið að skoða sjálfan sig og samskipti sín og vera vakandi fyrir því hvernig maður notar orð og jafnvel svipi og hreyfingar í samskiptum. Prófaðu að spyrja spurninga í stað þess að draga ályktanir. Það krefst ef til vill smávegis æfingar en það er einstaklega góð leið til að skilja samferðafólkið betur og koma í veg fyrir misskilning.“ Meira »

Þessi mynd reitti margar mæður til reiði

10:00 Ný auglýsing frá fyrirtækinu Bugaboo, sem sérhæfis sig í framleiðslu á barnavögnum, hefur vakið mikla athygli og reiði á meðal viðskiptavina og annarra. Margar mæður hafa lýst yfir óánægju sinni með auglýsinguna sem þær segja gera óraunhæfar kröfur til nýbakaðra mæðra. Meira »

Hugmyndir að hollum morgunmat

07:00 Góður morgunmatur gerir það að verkum að fólk nær betri einbeitingu yfir daginn og stendur sig þar af leiðandi betur í námi og starfi. Meira »

Maíssalat með feta

00:00 Maís er frábært meðlæti með margs konar mat, ekki síst grilluðu kjöti. Þetta salat á t.d. sérstaklega vel við grillaðan kjúkling. Það er best að nota ferska maísstöngla sem yfirleitt má fá í búðum en það er einnig hægt að nota frosin maís eða jafnvel úr dós. Miðið þá við um 400 grömm af maís. Meira »

Gigi Hadid er nýtt andlit Topshop

Í gær, 20:00 Topshop hefur nú tilkynnt fyrirsætuna Gigi Hadid sem nýtt andlit fyrirtækisins fyrir haustið og veturinn 2015. Það er ljósmyndarinn Tyrone le Bon sem myndar línuna og um stíliseringar sér Kate Phelan, listrænn stjórnandi Topshop. Meira »

Þetta voru þau með í laun fyrir tíu árum

Í gær, 22:00 Tekju­blað Frjálsr­ar versl­un­ar kom út á laugardaginn og í blaðinu birtust launa­tekj­ur val­inna ein­stak­linga fyr­ir síðasta ár. Sömuleiðis gaf DV út tekjublað með helgarblaði sínu. Þá er áhugavert að líta til baka og skoða tekjublaðið sem DV gaf út fyrir níu árum síðan en í því voru tekjur nokkurra Íslendinga fyrir árið 2005 teknar fyrir. Meira »

14 ára fyrirsæta Dior veldur usla

í gær Tískuhús Christian Dior hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að nota 14 ára fyrirsætu þegar þegar nýjasta haust/vetrar-línan var kynnt á tískuvikunni í París fyrr í mánuðinum. Hin 14 ára Sofia Mechetner gekk fyrst inn tískupallinn á sýningunni en hún er einnig andlit nýjustu auglýsingaherferðar merkisins. Meira »

Free The Nipple komið til að vera

í gær „Ég vil meina að við séum að komast hraðar að markmiðinu en nokkurn grunaði enda hefur samstaðan verið rosaleg,“ segir Nanna Hermannsdóttir einn af forsprökkum Free The Nipple hreyfingarinnar. Nú hefur hreyfingin gefið út sitt fyrsta myndband og er von á fleiri myndböndum á næstu dögum. Meira »

Gamli stíllinn ræður ríkjum á Sunnuvegi

í gær Við Sunnuveg 25 í póstnúmeri 104 stendur skemmtileg 328 fermetra eign með mikla möguleika. Húsið var byggt árið 1964 og upprunalegur stíll ræður ríkjum. Meira »

Emmsjé Gauti er orðinn pabbi

í gær Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, og kærasta hans, Tinna María Ólafsdóttir, voru að eignast sitt fyrsta barn, litla stúlku. Þessu greindi Gauti frá á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Fimm leiðir til að hressa upp á kynlífið

í gær Kynlíf hefur mikil áhrif á líðan okkar og sambönd. Flestir vilja stunda heilbrigt og gott kynlíf en stundum á fólk það til að festast í sama farinu eða vera heltekið af áhyggjum. Þetta skemmir upplifunina. Hérna koma fimm skotheld ráð af MindBodyGreen um hvernig á að lífga upp á kynlífið og koma smákryddi í ástaleikinn. Ráðin eru frá kynlífsfræðingnum Cyndi Darnell. Meira »

Þyngdist um 13 kíló af vöðvamassa

í fyrradag Leikarinn Jake Gyllenhaal þyngdist um 13 kíló af vöðvamassa og missti nær alla fitu fyrir hlutverk sitt sem hnefaleikakappinn Billy Hope í myndinni Southpaw. Meira »

Svona sérðu hvort avókadóið er tilbúið

í gær Það getur verið erfitt að finna hið fullkomna avókadó úti í búð. Stundum er það óþroskað og ekki tilbúið til átu og oft er það of þroskað og nánast ónýtt. En hérna kemur snilldarráð sem þýðir að núna munt þú velja hið fullkomna avókadó í hvert einasta skipti sem þú kaupir þennan gómsæta ávöxt. Meira »

Svakalegur detox-safi eftir stórar máltíðir

í fyrradag Þessi svakalegi detox-safi getur bjargað þér þegar þér líður illa eftir stórar og óhollar máltíðir. Hann er ekkert endilega sá bragðbesti en meinhollur er hann því hann sogar í sig eiturefnin úr líkamanum. Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.