Prófaði tvíþætt augnkrem sem dregur úr hrukkum

Kristjana Rúnarsdóttir, National Make-up artist hjá Lancôme, farðaði Unnu Steinsson með nýjustu litunum frá Lancôme. Kristjana segir að það skipti mjög miklu máli að húðin sé ver undirbúin og nærð til þess að ná fram góðri áferð á förðuninni.

„Rénergie Éclat Multi Lift er nýjung hjá Lancôme, húðvara sem gefur ljóma og lyftandi árangur strax. Þetta nýja krem er einstakt. Það er hugsað fyrir konur sem vilja fá lyftingu, lagfæringu á litarhætti, ljóma og sléttandi áhrif strax og finnst hefðbundinn farði of mikið. Rénergie Éclat Multi-Lift kemur þannig í staðinn fyrir dagkremið þitt og farðann,“ útskýrir hún.

„Rénergie Multi-Lift-augnkrem er tvíþætt. Krem með virkni sem dregur úr hrukkum, þéttir húðina, lyftir augnlokum og „base“ sem dregur úr dökkum baugum, lýsir upp augnsvæðið og sléttir augnpoka.

Að sögn dr. Bui, eins frægasta lýtalæknis Frakklands, þarf að laga 6 hluti fyrir yngingu á augnsvæðinu. Húðin í kringum augun verður að þéttast, það þarf að lyfta augnlokunum, línur í kringum augun verða að minnka og allt svæðið lýsast upp, þannig að pokar og dökkir baugar minnki. Allt þetta næst með því að nota þetta eina augnkrem - Rénergie Yeux Multi-Lift.“

Rénergie Multi-Lift-augnkremið var sett í kringum augun ásamt Rénergie Multi-Lift base inn í augnakrókinn og undir augun.

Rénergie Éclat Multi Lift litur númer 03 var notaður á Unni. Rénergie Éclat var borið á með fingrum létt yfir andlitið.

„Til að skerpa augabrúnir var Sourcils Pro númer 02 notaður. Hann er í blýanti og er mjög fljótlegt og þægilegt að nota hann.“

Sólarpúður á sumrin

Sólarpúður er algjör nauðsyn til að fá sólarkyssta húð. Sólarpúðrið er sett létt á enni, nef, kinnar, höku og bringu til að fá fallegan ljóma.

Kinnalitur númer 03 var settur í kinnarnar. Til að setja kinnalitinn á er best að brosa og setja létta áferð á epli kinnanna og draga upp kinnbeinin. Betra er að hafa minna í burstanum og setja aftur heldur en að vera með of mikið og setja allt of mikið á kinnarnar.

Á augun var settur svartur augnblýantur á efra augnlokið upp við augnhár og ofan í línuna var notaður mjór pensill til að mýkja. Ég valdi augnskuggapallettu sem heitir Bady NU og er númer F90. Flottir litir með allt sem þarf til að gera bæði dag- og kvöldförðun. Dökki skugginn er settur í línuna sem búið var að móta með augnblýantinum til að festa og ramma augun ennþá meira inn. Sami dökki litur var notaður í Glóbuslínu til að skyggja. Ljósasti liturinn er settur á augnlokið til að fá bjarta, ferska, sumarlega förðun.

Muna að minna er meira!

Kristjana bendir á að betra er að hafa lítið í penslinum. „Það er miklu betra að byggja upp förðunina heldur en að draga úr henni.

Hypnose Doll Eyes, vatnsheldur maskari, var notaður í þessa förðun. „Hypnose Doll Eyes maskarinn er tilvalinn yfir sumarið, því vatnsheldir maskarar þola tár, hita, vatn, sund og allt sem fylgir útivistinni yfir sumarið.“

Rouge in LOVE-varalitirnir voru notaðir við þetta tækifæri. „Fullkomlega endingargóður litur sem gefur hámarksþægindi á vörum, auðveldur í notkun og gefur glans og gljáa. Litur númer 322 var notaður en sá litur er ferskur, bjartur og fallegur fyrir sumarið.“

Eitt gott ráð frá sérfræðingnum í lokin:

„Til að fá náttúrulega og gagnsæja áferð dumpið Rouge in LOVE varalitnum á varirnar með fingrum. Fyrir þokkafulla og glansandi förðun notið varalitinn beint á varirnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Myndi fjárfesta í nýrri ríkisstjórn og lími

Í gær, 22:00 Listakonan Kristín Þorláksdóttir er mikill fagurkeri og kann að meta litlu hlutina í lífinu. Kristín hefur ferðast um víða veröld og unnið að listsköpun sinni en ferðalögin hafa gefið henni aukinn skilning á þeim heimshornum sem eru frábrugðin Íslandi. Meira »

Rauður varalitur selst best í desember

Í gær, 19:00 Markaðsrannsóknafyrirtækið Mintel greindi nýverið frá því að sala á varalitum hefur aukist til muna á seinasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Mintel nær þá varalitasalan hámarki í desember en rauður litur virðist vera vinsælastur. Meira »

Eftirtektaverð áramótaförðun í nokkrum skrefum

Í gær, 16:00 Förðunarfræðingarnir Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir og Þóra Kristín Þórðardóttir eru með puttann á púlsinum hvað varðar förðun. Þær kenna okkur hérna að kalla fram glæsilega áramótaförðun í nokkrum skrefum. Meira »

Tvær eyjur í góðærishúsi

Í gær, 13:00 Flestir láta sér duga að hafa eina eyju í eldhúsinu ef það er þá pláss fyrir hana. Í þessu fantaflotta húsi eru tvær eyjur.   Meira »

Verð fáránlega væmin um áramót

Í gær, 10:00 „Að verða rólegri og yfirvegaðri í kapphlaupinu um að gera betur í störfum mínum. Þetta hefst helst með seiglunni. Svo kenndi árið 2014 mér líka að ég þarf ekki að gera allt sem mig langar í lífinu í einu. Það er einhver miskilningur bara,“ segir Björt Ólafsdóttir. Meira »

Gerir fjölskylduna bilaða með jólatónlist

Í gær, 07:00 Gissur Páll Gissurarson er mikið jólabarn. Hann byrjar gjarnan að hlusta á jólatónlist í nóvember, fjölskyldu sinni til mæðu, og syngur sjálfur jólalög um allar trissur í desember. Versta jólagjöf sem Gissur hefur fengið er kryddjurtapottur, sú gjöf endaði í ruslinu. Meira »

Ekki fóðra „ég-ið“ of mikið

í fyrradag „Fyrst og fremst mun ég heita því að bera ávallt virðingu fyrir sjálfum mér og lífinu og iðka kærleika til sjálfs mín og heimsins alls, því öll erum við eitt og hið sama… svo bæti ég örugglega einhverju við um sykurneyslu, snjallsímanotkun, bekkpressu og tíðni fjallganga.“ Meira »

Næsta ár kallar á betri fjárhag

í fyrradag Sigríður Elín Olsen hefur starfað sem spámiðill síðan árið 2004. „Þetta er erfið spurning. Það er svolítið krefjandi að tengja sig inn á næsta ár en samt skemmtilegt,“ segir Sigríður aðspurð að því hvernig árið 2015 líti út. Meira »

Heimatilbúinn hreinsimaski sem fjarlægir fílapensla

í fyrradag Þessi öflugi hreinsimaski inniheldur aðeins tvö hráefni og það tekur aðeins nokkrar sekúndur að útbúa hann. Maskinn fjarlægir fílapensla og dauða húð. Meira »

Hötuðustu tískustraumar ársins

í fyrradag Hópur lesenda Who What Wear tóku þátt í könnun á heimasíðu þeirra. Í könnuninni voru lesendur beðnir um álit sitt á nokkrum vinsælum tískustraumum en þetta er þau hötuðustu. Meira »

Vann í Konukoti og lét hendur standa fram úr ermum

í fyrradag „Ég er alltaf að átta mig betur á því að það gerir enginn hlutina fyrir mann, það eina sem dugir, ef maður ætlar að koma hlutum í verk, er að láta hendur standa fram úr ermum og ganga í málin.“ Meira »

Nýjasta æðið er að láta ókunnuga vekja sig

í fyrradag Gætir þú ímyndað þér að láta ókunnuga manneskju vekja þig með símtali á morgnana? Ef þetta er eitthvað fyrir þig þá ættir þú að fá þér nýtt smáforrit sem heitir Wakie. Meira »

Flutti og opnaði veitingastað

25.12. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari var með mörg járn í eldinum árið 2014. Hann flutti m.a. inn á nýtt heimili og opnaði veitingahús. Sveinn ætlar líklegast að strengja áramótaheit fyrir árið 2015 en hann er vanur að setja sér markmið allt árið í kring. Meira »

Tregi í jólagleðinni

25.12. „Ég fór snemma að kunna að meta meðlæti, ég hef aldrei borðað mikið af aðalréttunum sjálfum, hef meira gaman af að borða gott meðlæti. Meira »

Arkitektinn fékk að leika lausum hala

25.12. Heimilin gerast ekki mikið fallegri en þetta í Richmond í Melbourne í Ástralíu. Þar fékk arkitektastofan Newline Design að leika lausum hala og er útkoman stórkostleg. Meira »

Gleymir áramótaheitunum jafnóðum

25.12. „Í sjálfu sér er hver einasti morgunn viss lágpunktur í mínu lífi þar sem ég á mjög erfitt með að vakna og fara fram úr rúminu en þess vegna er líka hver dagur upprisudagur þar sem mér tekst alltaf að komast fram úr og gott betur ...“ Meira »