Hræðast mest hrukkur á handarbakinu

Meirihluti kvenna óttast að þeirra rétti aldur sjáist á handarbökum …
Meirihluti kvenna óttast að þeirra rétti aldur sjáist á handarbökum þeirra. mbl.is/AFP

Gleymdu gráu hárunum og hrukkunum í kringum augun.

Þegar að kemur að líkamspörtum sem sýnir réttan aldur, voru hendurnar í fyrsta sæti yfir þann líkamspart sem Breskum konum þótti sýna réttan aldur.

Konurnar voru með mestar áhyggjur af handarbakinu, og höfðu meiri áhyggjur af því en gráu hárunum.

Þrár af hverjum fjórum konum sögðu að þeirra rétti aldur sæist á höndunum á þeim.

Ekki nóg með það heldur vildu 80 prósent kvennanna meina að þær tæku eftir því ef að kona sem þær hittu væri með eldri hendur en þær.

Samkvæmt heimildum Daily Mail sögðu næstum því helmingur kvennanna, eða 42 prósent að hendur þeirra byrjuðu að eldast er þær væru um 34 ára gamlar, en 33 prósent giftra kvenna viðurkenndu að þær hefðu verið óöruggar með sig á brúðkaupsdaginn af því að þær héldu að hringirnir myndu draga athygli að húðinni á höndunum á þeim.

Þrátt fyrir þessar áhyggjur eru hendurnar enn frekar neðarlega í forgangsröðinni, en aðeins 53 prósent sögðu að þær notuðu handáburð reglulega.

„Þrátt fyrir að hendurnar séu sá líkamspartur sem er oft í forgrunni eru konur ekki að hugsa um öldrun húðarinnar fyrr en það er orðið of seint. Okkur hættir til að einblína á andlitið og hárið -  en hendurnar sýna snemma merki öldrunar,“ sagði Rosalind Chapman hjá Transformulas, sem hélt úti könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál