Er hægt að losna við „cankles“?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að laga „cankles“.

Sæl,

Mig langaði að vita hvort það sé hægt að gera fitusog á kálfum til þess að laga hina svokölluðu „cankles“? Ef svo hvað myndi svoleiðis aðgerð kosta?

Kveðja,

Sigríður

Sæl Sigríður og takk fyrir spurninguna.

Orðið „cankles“ á ensku er notað þegar svæðið á milli kálfa og ökkla er nokkuð samfellt í stað þess að mjókka niður að ökkla. Þetta „ástand“ getur stafað af undirliggjandi sjúkdómum með bjúgsöfnun, verið ættgengt eða verið hrein fitusöfnun. Hvert tilfelli fyrir sig þarf að skoða og meta. Stundum kemur fitusog til greina. Ef um staðbundið svæði er að ræða getur komið til greina að gera aðgerðina í deyfingu en oftast þarf svæfingu. Kostnaðurinn við slíka aðgerð fer auðvitað eftir því, en kostnaður er frá 180 þúsundum.

Gangi þér vel og bestu kveðjur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál