Er hægt að fara í fleiri en eina augnpokaaðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að fara aftur í augnpokaaðgerð. 

Sæl Þórdís, 

Ég fór í augnpokaaðgerð fyrir nokkrum árum en pokarnir eru komnir aftur. Ég hef heyrt að það sé ekki hægt að taka þá aftur af því að húðin hafi ekki „festingu“ til þess að sé hægt að fara oft í svona aðgerð en ég hef ekki spurt lýtalækni. Er þetta rétt eða er þetta einstaklingsbundið. Ef þetta er rétt hefði þá læknirinn sem gerði aðgerðina ekki átt að láta mig vita af þessu svo ég hefði átt kost á að draga þetta eitthvað lengur?

Kveðja, frá einni örvæntingafullri. 

Sæl og takk fyrir spurninguna,

Ég geri ráð fyrir að þú sért að spyrja um efri augnlok Þetta er vissulega einstaklingsbundið, þ.e. það er mislangt milli augabrúnar og efra augnloks. Svo skiptir líka máli hvað augasteinninn liggur langt inni í „augntóttinni”. Augnlokin verða að halda áfram að gegna sínu hlutverki sem er að vera vörn fyrir augað. Það er tiltölulega algengt að fara í tvær aðgerðir á efri augnlokum á ævinni, stundum þrjár. Ef eftir tvær til þrjár aðgerðir á efri augnlokum og ekki fullnægjandi árangur þá kemur til greina að skoða hvort lyfta eigi sjálfri augabrúninni upp með aðgerð. Allt þetta er mjög einstaklingsbundið.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi Kjartansdóttur spurningu HÉR.  

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál