Galdurinn á bak við seiðandi augnförðun Delevingne

Fyrirsætan Cara Delevingne kann sko að mála sig.
Fyrirsætan Cara Delevingne kann sko að mála sig. AFP

Fyrirsætan unga Cara Delevingne er þekkt fyrir að skarta dökkum og áberandi augabrúnum en líka fyrir seiðandi augnförðun sem hún framkallar svo listilega vel.

Delevingne segir þessa augnförðun vera afar einfalda en hún notar um þrjár vörur til að skapa hana. Hún deildi leyndarmáli sínu nýverið. „Ég elska smokey-augnförðun. Þú setur augnskuggann bara í fellinguna á milli augnloksins og augabrúnarinnar og þú ert góð.“

Næsta skref er að teikna mjóa línu undir augað með svörtum augnlínupenna að sögn Delevingne. Að lokum setur hún eyeliner í efri táralínuna og toppar förðunina svo með svörtum maskara. „Þetta er allt og sumt.“

Delevingne tekur þó fram að hún setji ekki eyeliner í neðri táralínuna. „Þá líta augun mín út fyrir að vera of lítil.“

Dökk augnförðun fer Cara Delevingne vel.
Dökk augnförðun fer Cara Delevingne vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál