Auglýsing frá Victoria's Secret veldur usla

Skjáskot af heimasíðu Change.org sem sýnir að 748 einstaklingar vilja …
Skjáskot af heimasíðu Change.org sem sýnir að 748 einstaklingar vilja fá afsökunarbeiðni frá Victoria's Secret. change.org

Nýjasta auglýsingaherferðin frá undirfatamerkinu Victoria's Secret hefur valdið töluverðum usla vegna þess að hún gefur til kynna að tágrannar fyrirsætur sem sitja fyrir á auglýsingunni séu með „hinn fullkomna líkama“. Auglýsingin er talin hafa skaðleg áhrif á fólk, sérstaklega ungar konur.

Auglýsingaherferðin var sett á laggirnar vegna þess að ný nærfatalína frá VS sem heitir Body var að koma í verslanir. Auglýsingarnar Body-línunnar eru þó villandi því á þeim má sjá nokkrar tágrannar fyrirsætur og slagorðið „Hinn fullkomni líkami“.

Vill að yfirmenn Victoria's Secret taki ábyrgð

Nú hefur undirskriftalisti verið settur á netið þar sem auglýsingunni er mótmælt og hafa 748 undirskriftir safnast. Frances Black, nemandi við háskólann í Leeds, útbjó undirskriftalistann. Black fer fram á afsökunarbeiðni frá VS fyrir ábyrgðarlausa markaðssetningu. „Ég held að þetta séu virkilega skaðleg skilaboð sem þau senda til ungra kvenna,“ sagði hin 22 ára Black sem vill að yfirmenn VS taki ábyrgð á þessum mistökum.

„Á hverjum degi hrannast upp auglýsingar fyrir konur sem gera þær óöruggar með líkama sinn,“ segir Black sem vill meina að þessar auglýsingar séu gerðar til að fá konur til að eyða miklum peningum í vörur sem eiga að gera þær „hamingjusamari“ og „fallegri“.

„Nýju auglýsingarnar frá VS nota þessa aðferð til að selja Body-brjóstahaldarana.“

Auglýsingin umrædda. Auglýsingin gefur til kynna að þessar konur, sem …
Auglýsingin umrædda. Auglýsingin gefur til kynna að þessar konur, sem allar eru með eins vöxt, séu með hinn ,,fullkomna líkama''. Ljósmynd/ skjáskot af heimasíðu Victoria's Secret
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál