Færri sjá eftir húðflúrunum sínum

Handabök David Beckham eru þakin húðflúrum.
Handabök David Beckham eru þakin húðflúrum. AFP

Samkvæmt könnun sem gerð var við Pew rannsóknarmiðstöðina eru 38% einstaklinga á aldrinum 18-29 ára með húðflúr. Helmingur þeirra hafa svo tvö til fimm húðflúr og 18% hafa sex eða fleiri. Þess ber þó að geta að könnunin var gerð árið 2010 þannig að eflaust hefur þetta hlutfall hækkað eitthvað.

Þrátt fyrir að húðflúr séu orðin viðurkenndari og algengari en áður fyrr er þetta alltaf stór ákvörðun, að láta húðflúra sig. Til að koma í veg fyrir eftirsjá er skynsamlegt að hugsa málið vel og lengi. En hvað ætli margir sjái eftir húðflúrunum sínum?

Það er erfitt að mæla hversu margir sjá eftir húðflúrum en árið 2012 var lítil könnun gerð. 423 einstaklingar tóku þátt í henni og niðurstöðurnar gáfu til kynna að um 14% þátttakenda sáu eftir húðflúri. Eftirsjáin fer greinilega minnkandi því samskonar könnun leiddi í ljós að 17% sáu eftir húðflúri árið 2003. Þessu er greint frá á heimasíðu Nylon.

Leysiraðgerðum fækkar

Annað sem gefur til kynna að fólk sé yfirleitt ánægðari með húðflúrin sín er að leysiraðgerðum hefur fækkað með árunum. Þeir sem vilja losna við húðflúr geta farið í leysiraðgerð sem er sögð mjög sársaukafull. Samkvæmt  nýrri skýrslu sem samtök bandarískra lýtalækna gaf út voru 45.224 leysiraðgerðir framkvæmdar árið 2013 í Bandaríkjunum. Til samanburðar voru 23% fleiri aðgerðir framkvæmdar árið 2012.

Annaðhvort er fólk yfirleitt ánægðara með húðflúrin sín eða leysiraðgerðirnar eru of kostnaðarsamar og sársaukafullar að mati fólks. Mögulega er fólk svo farið að taka meðvitaðri ákvarðanir hvað varðar húðflúr.

Angelina Jolie er með ótal húðflúr og virðist vera stolt …
Angelina Jolie er með ótal húðflúr og virðist vera stolt af þeim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál