Svona kallar þú fram óaðfinnanlega förðun

Réttu tólin hjálpa okkur að kalla það besta fram í …
Réttu tólin hjálpa okkur að kalla það besta fram í útliti okkar.

Það getur verið vandasamt að framkalla fallega förðun í hvert einasta skipti sem við bregðum okkur á leik. En hérna koma nokkur góð ráð sem gætu verið hjálpleg þeim sem nota snyrti- og förðunarvörur Húðin skiptir auðvitað lykilmáli þegar útlitið er annars vegar og því er fyrsta skref að hugsa vel um húðina og undirbúa hana vel.

Dekraðu við húðina: Það þýðir ekki að setja förðunarvörur á óhreina og þurra húð. Byrjaðu því á að nota góðar vörur sem henta þinni húðgerð. Húðin þarf að vera í góðu ásigkomulagi til að snyrtivörurnar sitji vel á henni. Sensai-hreinsi- og rakagjöfin er til að mynda afar góð en þær vörur fást fyrir allar húðtýpur. Vatnsdrykkja og hollt mataræði gerir svo gæfumun, það segir sig sjálft.

Þekktu þína húðgerð: Fyrsta skref er að fá aðstoð við að velja réttu vörurnar sem henta þinni húðgerð, hvort sem þú ert með þurra, feita eða blandaða húð. Réttar vörur draga það besta fram í þinni húð. Fáðu svo aðstoð hjá sérfræðingum við litaval ef þú ert ekki viss um hvað fer þér best.

Réttur spegill og góð birta: Það er alveg nauðsynlegt að sjá hvað maður er að gera. Þess vegna er mikilvægt að vera fyrir framan góðan spegil þegar förðunarvörurnar eru bornar vandlega á andlitið. Birtan skiptir einnig miklu máli. Tvöfaldi spegilinn frá Elle MacPherson er t.d. einstaklega góð græja, í honum er ljós sem hægt er að aðlaga eftir þörfum, í honum er svo venjulegur spegill og stækkunarspegill.

Vönduð tól gera okkur auðvelt fyrir: Góðir burstar skipta sköpum því þannig fæst falleg áferð. Burstarnir frá Real Techniques eru til að mynda góðir því þeir eru tiltölulega ódýrir og mjög endingargóðir. Mundu svo að þrífa burstana reglulega.

Bláber eru troðfull af c-vítamíni og andoxunarefnum. Þau hafa því …
Bláber eru troðfull af c-vítamíni og andoxunarefnum. Þau hafa því góð áhrif á húðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál