Þakkar húð sinni velgengnina

Fyrirsætan Winnie Harlow á tískuvikunni í New York.
Fyrirsætan Winnie Harlow á tískuvikunni í New York. AFP

Fyrirsætan Chantelle Winnie hefur á undanförnum mánuðum vakið mikla athygli innan tískuheimsins og víðar en Winnie er með húðsjúk­dóm sem kall­ast vitiligo eða skjalla­blett­ir. Sjúk­dóm­ur­inn lýs­ir sér þannig að ónæmis­kerfið ræðst á sortu­frum­urn­ar sem fram­leiða litar­efni húðar­inn­ar og þetta veld­ur hvít­um blett­um á húðinni. Nýverið birtist viðtal við Winnie á heimasíðu The Guardian þar sem hún tjáir sig um sjúkdóminn og fyrirsætuferilinn.

Fyrirsætuferill Winnie er kominn á flug en fyrirsætan þakkar húð sinni velgengnina. „Húð mín er ekki venjuleg að sjá,“ segir Winnie sem greindist með sjúkdóminn fjögurra ára gömul. Hún segir ljósmyndara vilja mynda sig sökum húðarinnar og fólk elskar að horfa á eitthvað sem er öðruvísi. „Ef við viljum sjá eitthvað öðruvísi þá mun tískuiðnaðurinn gefa okkur eitthvað öðruvísi.“

Sér eftir að hafa verið í raunveruleikasjónvarpi

Winnie hætti í skóla í kringum 16 ára aldurinn en þá höfðu samnemendur hennar uppnefnt hana og strítt henni vegna útlitsins. Stuttu seinna tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Americas Next Top Model undir handleiðslu Tyru Banks. „Fólk spyr mig hvort ég myndi gera þetta aftur. Nei. Ég vil vera fyrirsæta en ekki raunveruleikastjarna,“ útskýrir Winnie sem virðist sjá eftir að hafa tekið þátt í þáttunum.

Winnie tók á sínum tíma meðvitaða ákvörðun um að taka útliti sínu fagnandi og gangast ekki undir meðferðir til að „laga“ skjallablettina. Winnie auglýsti þó farða á einum tímapunkti og minnist þess að einhver kona hafi haft samband við hana til að lýsa yfir óánægju sinni. Konan vildi ekki að Winnie væri að hylja húð sína með farða. „Bíddu. Mér er sama hvað þú gerir, þetta er það sem ég geri. Mér er alveg sama hvaða ákvörðun þú tekur. Láttu laga augnabrúnirnar þínar, stækka varirnar, klippa hárið, farðu í fitusog. Þitt er valið. Fólk heldur að ég vilji aldrei breyta til bara vegna þess að ég er stolt af húðinni,“ segir Winnie að lokum.

Viðtalið við Winnie má lesa í heild sinni inni á heimasíðu The Guardian.

Fyrirsætan Winnie Harlow er með sjaldgæfan húðsjúkdóm.
Fyrirsætan Winnie Harlow er með sjaldgæfan húðsjúkdóm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál