Myndaði fólk eftir lýtaaðgerðir

Klassísk uppstilling fegurðar
Klassísk uppstilling fegurðar

Við lifum á merkilegum tímum útlitsdýrkunar og efnishyggju, fegurðin getur verið föl fyrir réttar fjárhæðir en hvenær er þetta komið gott? Sitt sýnist hverjum. 

Breski ljósmyndarinn Phillip Toledano hefur sýnt þessar mögnuðu myndir í nokkrum af virtustu galleríum heims og skyldi engan undra. Með þessum myndum tekst honum á kraftmikinn hátt að varpa ljósi á manneskjuna eins og hún birtist okkur á 21. öldinni, póstmódernísk portrett af manneskjum sem útlitslega séð voru ekki til fyrir örfáum áratugum. 

„Fegurð hefur alla tíð verið gjaldmiðill og nú, þegar við …
„Fegurð hefur alla tíð verið gjaldmiðill og nú, þegar við getum notað tæknina til að fá stærri skammt af þessum gjaldmiðli, hvað gerum við, hvað veljum við?"

Fyrirmyndir hans fyrir þessa myndaröð eru hefðbundnar portrettmyndir og klassísk uppstilling fegurðar í gegnum listasöguna en hér myndar hann bæði menn og konur sem hafa tekið fegrunaraðgerðir upp á næsta stig, eins og sagt er í þeim tilgangi að gera róttækar breytingar á útliti sínu. 

Fegrunaraðgerðir teknar á næsta level.
Fegrunaraðgerðir teknar á næsta level.

„Ég er áhugasamur um hvað við skilgreinum sem fegurð þegar við kjósum að skapa hana sjálf,“ segir ljósmyndarinn. „Fegurð hefur alla tíð verið gjaldmiðill og nú, þegar við getum notað tæknina til að fá stærri skammt af þessum gjaldmiðli, hvað gerum við, hvað veljum við?"

Hvenær er þetta komið gott?
Hvenær er þetta komið gott?

„Mótast það sem við skilgreinum sem fallegt af samfélaginu, af mannkynssögunni eða er það lýtalæknirinn sem ákveður þetta? Komast ákveðin líkamleg einkenni í tísku milli áratuga eða er fegurð tímalaust fyrirbæri?“

Er fegurð klassískt eða breytilegt fyrirbæri?
Er fegurð klassískt eða breytilegt fyrirbæri?

„Og þegar við sköpum fegurðina sjálf, erum við þá að sýna okkar sanna sjálf eða erum við að fjarlægja persónueinkenni okkar? Kannski erum við að skapa nýja tegund fegurðar. Afsprengi skurðaðgerða, lista og dægurmenningar, og ef svo, eru þessi afsprengi þá framverðir þróunar sem er einvörðungu sköpuð af mannkyninu og menningu þess.“

„Skapar fegurðin hamingjuna,
„Skapar fegurðin hamingjuna," spurði Bubbi hér um árið.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál