Dældi steypu í andlit sitt og líkama

Rajee er transkona sem lét sprauta steypu í andlit sitt.
Rajee er transkona sem lét sprauta steypu í andlit sitt.

Lýtalæknarnir Paul Nassif og Terry Dubrow, stjörnur þáttanna Botched, hafa séð eitt og annað á sínum starfsferli en þeirra nýjasti viðskiptavinur er eflaust einn sá allra sérstakasti. Í nýjasta þætti af Botched má sjá konu að nafni Rajee koma í heimsókn til þeirra Nassif og Dubrow og biðja þá um hjálp.

Rajee biður læknana um hjálp en hún hefur unnið mikinn skaða á andliti og líkama sínum í gegnum tíðina, það gerði hún með því að sprauta steypu í andlitið og brjóstin.

Rajee lýsir því fyrir læknunum hvernig hún hefur dælt steypu í kinnar sínar, í kringum kjálkann og í brjóstin. „Ég er transkona og hormónameðferðir duga ekki alltaf til,“ segir Rajee í þættinum. Hún kveðst þá hafa brugðið á það ráð að sprauta steypu í sig til að öðlast kvenlegra útlit. „Ég hafði séð einhverjar stelpur gera þetta og þær voru gullfallegar.“

Læknirinn Nassif segir óvíst hvort hægt sé að bjarga andliti Rajee en hann ætlar að gera sitt besta.

Þátturinn var frumsýndur í gær á E!.

Lýtalæknarnir Paul Nassif og Terry Dubrow eru stjörnur þáttanna Botched.
Lýtalæknarnir Paul Nassif og Terry Dubrow eru stjörnur þáttanna Botched.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál