Myndir þú fá þér gervifreknur?

Kendall Jenner birti þessa sjálfsmynd á Instagram í gær.
Kendall Jenner birti þessa sjálfsmynd á Instagram í gær. Instagram

Fyrirsætan Kendall Jenner birti ljósmynd af sér á Instagram í gær þar sem hún skartaði fallegum freknum en hingað til hefur fyrirsætan ekki verið með freknur. Því má gera ráð fyrir að einhver förðunarfræðingurinn hafi farðað freknurnar á Kendall fyrir nýtt verkefni.

Freknur gefa húðinni svo sannarlega frísklegt yfirbragð og þeir sem eru svo heppnir að vera með freknur geta verið stoltir af þeim. Það fólk sem er svo ekki með freknur þarf ekki að fara í fýlu því frekur er auðveldlega hægt að farða á húðina eins og Kendall sýndi og sannaði í gær.

Þetta veit förðunarfræðingurinn Charlotte Tilbury en hún setti freknur á fyrirsætur hönnuðarins Rachel Zoe árið 2012. Þetta er hægt að gera með augabrúnablýant eða ljósbrúnum augnskugga og mjóum pensli.

Förðunarfræðingurinn Nichola Joss tók þetta förðunar-„trend“ svo skrefinu lengra þegar hún notaði brúnkukrem til að búa til freknur á fyrirsætur St. Tropez. Þá tók hún brúnkufroðu í dökkum lit og sletti henni á andlit og axlir fyrirsætanna.

Þetta er virkilega sniðug leið til að breyta til.

Það er hægt að gera freknur á andlit og líkama …
Það er hægt að gera freknur á andlit og líkama með brúnkufroðu og bursta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál