Mældu það hvort stutt hár fer þér vel

Katie Holmes skartaði stuttu hári á Met Gala ballinu.
Katie Holmes skartaði stuttu hári á Met Gala ballinu. mbl.is/AFP

Nýjasta nýtt hvað varðar hártískuna virðist vera stutt klipping en fer sú klipping öllum vel? Svarið er nei að sögn hárgreiðslumannsins Giles Robinson. Hann segir 5,5 cm-regluna vera leiðina til að komast að því hvort stutt hár fari þér vel eða ekki.

Andlitsdrættirnir hafa mikið að segja þegar kemur að hári, sumar klippingar fara hreinlega sumum betur en öðrum. Robinson segir 5,5 cm-regluna vera skothelda leið til að taka ákvörðun um hvort hárið ætti að fá að fjúka eða ekki.

En í hverju felst reglan? Hún er einföld, ef fjarlægðin frá eyrnasneplinum að höku er undir 5,5 sentímetrum þá ætti stutt hár að fara þér vel. Og þá er bara að mæla. Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig best er að mæla fjarlægðina.

„Þetta snýst allt um hlutföllin. Þetta er skotheld leið sem hárgreiðslufólk notar til að sjá hvaða klipping fer kúnnanum vel,“ segir Robinson.

Svona er auðvelt að mæla það hvort stutt hár fari …
Svona er auðvelt að mæla það hvort stutt hár fari manni vel eða ekki. Skjáskot af dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál