Heimagert þurrsjampó fyrir dökkhærða

Best er að nota púðurbursta til að setja þurrsjampóið í …
Best er að nota púðurbursta til að setja þurrsjampóið í hárið. www.thirtyhandmadedays.com

„Ég er með einfalda og ódýra lausn við tímafrekasta verkefni allra upptekinna kvenna ... að þvo á sér hárið. Þið þekkið leiðindin sem fylgja því að þurfa að þvo, þurrka og móta hárið á hverjum degi,“ skrifar Mique sem heldur úti blogginu Thirty Handmade Days. Svo deilir hún með lesendum sínum einfaldri uppskrift að þurrsjampói sem er sérstaklega hugsað fyrir skol- og dökkhærða.

„Þetta er svo einfalt að þú trúir því ekki. Taktu kornsterkju og kakóduft og blandaðu því saman. Tveir hlutar af kornsterkju á móti einum hluta af kakó. Blandið hráefninu vel saman og setjið í fallega krukku,“ skrifar Mique sem notar púðurbursta til að dusta þurrsjampóinu í hárið.

Einfaldara gerist það ekki. 

Það er einfalt að búa til þurrsjampó.
Það er einfalt að búa til þurrsjampó. www.thirtyhandmadedays.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál