Heimatilbúinn vatnsheldur augnabrúnalitur

Það er einfalt að búa til augnabrúnalit heima.
Það er einfalt að búa til augnabrúnalit heima. fagurkerar.is

„Ég elska,elska, ELSKA augabrúna „pomade-ið“ mitt frá Anastasia Beverly Hills og nota það nánast daglega. Ég var svo eitthvað á YouTube-vappi í gærkvöldi þegar ég rakst á mjög einfalt DIY (do it yourself) myndband af því hvernig á að búa til sitt eigið,“ skrifar snyrti- og förðunarfræðingurinn Ásta Hermannsdóttir á Fagurkerar.is. Ásta ákvað að prófa sjálf og útkoman er vatnsheldur augnabrúnalitur.

Hráefni:

  • Hár pomade/vax (ég notaði vax, ekkert pomade til hérna heima)
  • Hárolíu (t.d. argan olíu)
  • Augnskugga, helst matta og í þeim litum sem þú vilt að pomade-ið þitt verði (gætir þurft að blanda nokkrum)
  • Pinna til að blanda
  • Eitthvað til að blanda á
  • Lítið box til að geyma vöruna í

Ásta bjó til sinn fullkomna lit með því að blanda saman augnskuggum frá Make Up Store og L.A. Girl.

„Vaxið gefur áferðina, augnskuggarnir litinn og olían gefur smáglans og heldur þessu öllu saman,“ skrifar Ásta.

„Ég gerði smá vatnsheldnipróf og var bara þokkalega sátt við útkomuna. Ég elska að föndra svona og þetta heppnaðist klárlega mjög vel. Ætla ég að henda Anastasia í ruslið og nota bara þetta? Nei, klárlega ekki, enda elska ég þá vöru og það er sannkölluð lúxusvara, en þetta er klárlega upplagt fyrir þær sem vilja búa til sínar eigin vörur, hafa ekki efni á að kaupa sér hina vöruna nú eða eru eins og ég og langar bara að prófa að eiga hvorttveggja.“

Augnabrúnaliturinn frá Anastasia Beverly Hills nýtur mikilla vinsælda.
Augnabrúnaliturinn frá Anastasia Beverly Hills nýtur mikilla vinsælda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál