Lausnin við útbrotum eftir rakstur

Hver kannast ekki við útbrot eftir rakstur eða vax.
Hver kannast ekki við útbrot eftir rakstur eða vax. Heiðar Kristjánsson

Sumarið gefur fólki tækifæri á að klæðast léttari fatnaði eins og stuttbuxum, pilsum og opnum skóm. Þetta er tíminn til að vera berleggja en hver kannast ekki við að fá útbrot og bólur eftir rakstur eða vax? Hér koma nokkrar ráðleggingar um hvernig sé best að forðast slík útbrot.

Ráðleggingar varðandi rakstur

Halda húðinni rakri

Það er afar mikilvægt að halda húðinni rakri áður, á meðan á rakstri stendur og eftir rakstur. Húðsjúkdómafræðingurinn Whitney Bowe segir að það sé afar sniðugt að nota rakvélarblöð sem eru með einhvers konar olíu eða sápu á endunum. „Þessi rakvélarblöð eru frábær og gefa húðinni raka við raksturinn.“ Þá er einnig mikilvægt að bera rakagefandi efni á sig bæði fyrir og eftir rakstur til að forðast útbrot að sögn Bowe.

Bleyttu svæðið sem þú ert að fara að raka

Best er að bleyta svæðið sem þú ætlar að fara að raka og bíða í um það bil sjö mínútur áður en þú byrjar. Með þessu minnkarðu líkur á ertingu í húðinni.

Passaðu að skipta reglulega um rakvélarblöð

Til að rakvélarblaðið sé sem skarpast er best að nota hvert ekki oftar en fimm sinnum. „Þegar blaðið er orðið lélegt getur það valdið útbrotum á húðinni.“

Rakaðu í rétta átt

Best er að raka í sömu átt og hárin liggja, ekki á móti þeim. „Margir raka í gagnstæða átt því þeir vilja komast sem næst rótinni en til að byrja með er best að raka í sömu átt, annars getur fólk fengið útbrot.“

Rakvél eins og sú sem doktor Bowe mælti með.
Rakvél eins og sú sem doktor Bowe mælti með.

Ráðleggingar varðandi vax

Undirbúðu húðina með réttum efnum

Það er mikilvægt að forðast efni sem geta ert húðina áður en maður fer í vax. Þessi efni geta verið í skrúbbum og hreinsiefnum.

Halda húðinni rakri

Sama regla og gildir um rakstur. Til að ná sem bestum árangri með vaxi þarf húðin að vera vel rök. Því rakari sem húðin er því sársaukaminna verður vaxið.

Gættu að hitastigi vaxins

Hér reynir á dómgreindina um það hvort vaxið sé of heitt. Bowe hefur fengið til sín fólk með annars til þriðja stigs bruna eftir vax. Ef vaxið er of heitt getur fólk fengið útbrot. Best er að kæla það í nokkrar mínútur fyrir notkun.

Veldu vaxið vandlega

Doktor Bowe mælir með hörðu og þéttu vaxi gerðu úr trjákvoðu. Hún segir að það fari mun betur með húðina en vax úr hunangi sem hefur verið vinsælt en það á það til að rífa húðina upp með hárunum.

Gættu þín á inngrónum hárum

Algengasta ástæðan fyrir útbrotum sem þessum eru inngróin hár. Hárið grær inn því það vex í öfuga átt undir húðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál