„Áður fyrr voru lýta- og fegrunaraðgerðir mikið tabú“

Valdís Hrönn er ein þeirra sem heldur utan um vinsælan …
Valdís Hrönn er ein þeirra sem heldur utan um vinsælan hóp á Facebook þar sem konur ræða um lýta- og fegrunaraðgerðir.

„Þessi hópur var stofnaður vegna þess að það vantaði góðan vettvang fyrir konur til að ræða um lýtalækningar og fegrunaraðgerðir sín á milli, fá ráð og deila reynslusögum í lokuðum hóp sem væri ekki fyrir allra augum,“ segir Valdsí Hrönn sem er ein þeirra sem halda úti Facebook-hóp um lýtalækningar. Valdís segir mikla aðsókn vera í hópinn.

„Það varð hálfgerð sprenging fyrir ca. 4-5 mánuðum. Akkúrat núna eru tæplega 100 sem bíða eftir að fá samþykki. En hópurinn er aðeins fyrir 18 ára og eldri nema með örfáum undantekningum. Ástæðan er sú að það eiga bara alls ekki allir erindi þarna inn. Þetta er bara hugsað fyrir þær sem eru að fara, eða hafa farið í aðgerð, ekki bara fyrir Stínu úti í bæ að forvitnast og sjá „fyrir og eftir“ myndir. Ef hver sem er fengi inngöngu þá myndi hópurinn fljótt missa tilgang sinn, t.d. ef 70% meðlima hefðu enga reynslu eða neitt til að deila með öðrum,“ útskýrir Valdís.

Er þetta ekki mikil vinna, að halda utan um þetta?

„Já og nei svona, það sem er aðallega tímafrekt er að hleypa fólk inn í hópinn, en við erum þrjár sem erum stjórnendur í hópnum og við reynum að gera þetta vel saman. Við skoðum aldurinn hjá öllum áður en við samþykkjum og flettum stelpum meira að segja upp á Íslendingabók til að athuga hvort þær séu orðnar 18 ára. Svo pössum við að umræður séu málefnalegar, auglýsingar eru stranglega bannaðar og stelpur geta sent okkur stjórnendum „fyrir og eftir“ myndir ef þær vilja birta naflaust í albúmunum.“

Konum sem hafa farið í aðgerð eða eru á leiðinni í aðgerð liggur mikið á hjarta að sögn Valdísar. „Það hefur sannað sig að það er mikil eftirspurn eftir opnum umræðum um þessi mál en lýtalækningar hafa í gegnum tíðina oft verið mikið feimnismál og ég fagna því að stelpur geti verið opnari með þetta umræðuefni. Það fylgir auðvitað mikið stress hjá flestum að fara í aðgerðir sem breytir útlitinu og því eru margar sem leita stuðnings innan hópsins og fá hvatningu og góð ráð.“

Ekki eins mikið feimnismál og áður fyrr

„Áður fyrr voru lýta- og fegrunaraðgerðir mikið tabú og margir sem neituðu oft að hafa farið í aðgerð til að láta laga líkama sinn. Í dag virðist þetta vera mun minna mál, mögulega út af auknu upplýsingaflæði og minni áhættu sem fylgir aðgerðum.“

Valdís segir algengast að konur séu að ræða um brjóstaaðgerðir í hópnum. „Brjóstastækkanirnar verða alltaf stærstar held ég, en það er langstærsta umræðuefnið innan hópsins. Hins vegar hafa varastækkarnir líka verið að koma sterkar inn undanfarið. En konur ræða allt milli himins og jarðar þarna inni. Upp á síðkastið hafa þó umfjallanir um hvaða læknir er bestur/færastur í ákveðnum aðgerðum verið áberandi. Konur gera verðsamanburður og spyrja oft spurninga um varastækkanir og svuntuaðgerðir. Stelpurnar hérna inni eru flestallar gífurlega hjálpsamar og duglegar að standa saman og gefa góð ráð," segir Valdís Hrönn.

Þess má geta að í hópnum í dag eru tæplega 4.000 meðlimir.

Vinsælasta umræðuefnið inni í hópnum er brjósaaðgerðir að sögn Valdísar.
Vinsælasta umræðuefnið inni í hópnum er brjósaaðgerðir að sögn Valdísar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál