Brúnkukremið sem er að gera allt vitlaust

Brúnkukremsmerkið Emmaatan er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum.
Brúnkukremsmerkið Emmaatan er að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum.

Sænska merkið Emmaatan, sem sérhæfir sig í brúnkukremi, hefur valdið töluverðum usla á samfélagsmiðlum undanfarið. Einhverjir vilja meina að markaðssetningin á bak við merkið byggi á rasisma. Eigandinn er steinhissa á öllum látunum.

Litirnir heita Coconut, Onyx og Black svo dæmi séu tekin en nöfnin hafa einmitt farið sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum.

„Fyrir og eftir“-myndirnar hafa þá einnig vakið hörð viðbrögð og miklar umræður um kynþáttahatur hafa myndast við þær myndir. „Góðan dag. Mig langar til að spyrja, af hverju eruð þið að selja húðlitinn minn í dós,“ sagði einn notandinn.

Emma, konan á bak við merkið, kveðst vera undrandi á viðbrögðum fólks við þessu nýja brúnkukremi. „Ég hef fengið ótal viðbrögð, ég hef þá aðallega verið kölluð „black-face“ og rasisti. Fólk horfir á myndirnar sem ég birti og gerir ráð fyrir að ég sé að reyna að vera svört, ég biðst afsökunar á þessum misskilningi,“ skrifaði Emma meðal annars.

Brúnkukremin heita Onyx og Black svo eitthvað sé nefnt.
Brúnkukremin heita Onyx og Black svo eitthvað sé nefnt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál