Svona tekur þú hina fullkomnu „selfie“

Það getur verið kúnst að ná hinni fullkomnu sjálfu.
Það getur verið kúnst að ná hinni fullkomnu sjálfu. Ljósmynd Getty Images

Margar konur hafa gaman að því að smella af sjálfsmyndum, hvort sem þær viðurkenna það eða ekki. Allra skemmtilegast er þó þegar myndirnar heppnast vel. Vefurinn Popsugar hefur tekið saman lista sem nýta má sér til að fanga hina fullkomnu sjálfu.

Svona skaltu bera þig að:

Slakaðu á vörunum
Rétt áður en þú brosir skalt þú prufa að frussa með vörunum, svona eins og ungbörn gera. Það er sérlega góð leið til að slaka á andlitinu, en með því móti virðist brosið sem fylgir afslappað og einlægt.

Hugaðu að húðinni
Gott er að leita liðsinnis andlitsfarða sem jafnar litatóninn, þekur misfellur og gefur fallega áferð.

Haltu símanum upp yfir augnhæð
Prufaðu að halda símanum fyrir ofan augnhæð svo þú þurfir að horfa upp í linsuna. Þá getur verið gott að halla höfðinu örlítið niður og til hliðar, það opnar augun, dregur athygli að kinnbeinum og kemur í veg fyrir undirhöku.

Lokaðu augunum og opnaðu þau rétt áður en þú brosir
Notaðu þetta í bland við fyrsta ráðið hér að ofan. Með því verður brosið sérlega afslappað og eðlilegt. Þar að auki verða augasteinarnir útþandir sem gerir þig vingjarnlegri á svipinn.

Notaðu hvítan pappír til að stilla birtuna
Þrátt fyrir að vera ekki ljósmyndari getur þú engu að síður náð fram fjandi góðri lýsingu. Það sem þú þarft að gera er að halda uppi hvítu blaði í horni myndarinnar, sem þú getur síðan klippt út síðar. Myndavélin stillir lýsinguna samkvæmt því og litatónarnir í myndinni verða hvorki of heitir né of kaldir.

Þessi er með þetta allt á hreinu.
Þessi er með þetta allt á hreinu. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál