Svona losnar þú við svitafýluna

Fæstir kunna að meta svitaþef og ólykt.
Fæstir kunna að meta svitaþef og ólykt. Ljósmynd / Getty Images

Sumarið er svo sannarlega tíminn. Sólin er farin að sýna geisla sína og heitt í lofti. Eða, svona næstum því. Það er þó einn hængur á, hitanum fylgir sviti. Og svita fylgir svitafýla.

Það er þó óþarfi að örvænta, því ýmislegt má gera til að halda sér ferskum og vellyktandi í hinu íslenska sumri.

Berðu svitalyktareyðinn á að kvöldi til
Ef þú notast við „antiperspirant“ svitalyktareyði er betra að bera hann á húðina að kvöldi til. Í slíkum svitalyktareyði er að finna ál, sem stíflar svitakirtlana og kemur þar með í veg fyrir svitamyndun. Betra er því að bera þá á að kvöldi til, þegar svitamyndun er í lágmarki.

Þurrkaðu þér vel áður en svitalyktareyðirinn er borinn á
Gott er að þurrka sér vel og bíða í um það bil korter áður en svitalyktareyðirinn er borinn á.

Prufaðu sótthreinsandi gel
Það eru góð ráð dýr þegar maður sefur óvart yfir sig, og man svo skyndilega að það er mikilvægur fundur innan skamms. Þá getur verið gott að grípa í svolítið sótthreinsandi handgel og skella undir hendurnar. Ef þú hefur rakað eða vaxað þig nýlega er þó best að sleppa sótthreinsinum.

Ólykt á barnum
Það er ekki gaman að vera illa þefjandi á barnum. Ef svitalykt gerir vart við sig má redda sér með svolitlum vodka (sem er sótthreinsandi) og skvetta undir hendurnar. Að sjálfsögðu er ekki mælt með því að notast við blandaða drykki, það kann til að mynda ekki góðri lukku að stýra að skvetta vodka í kók undir hendurnar.

Skiptu um tegund
Gott getur verið að hrista svolítið upp í hlutunum og skipta reglulega um tegund af svitalyktareyði. Stundum er það nefnilega svo að eftirlætistegundin hættir að standa sig.

Fleiri góð ráð má lesa á vef Women‘s Health.

Gott er að bera á sig svitalyktareyði að kvöldi til.
Gott er að bera á sig svitalyktareyði að kvöldi til. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál