Sér eftir að hafa ekki hugsað betur um húðina

Rosie Narasaki minnir fólk á að nota sólarvörn og mælir …
Rosie Narasaki minnir fólk á að nota sólarvörn og mælir með húðolíum í sínum nýjasta pistli.

Pistlahöfundur Bustle, Rosie Narasaki, sér eftir að hafa ekki hugsað betur um húðina á sínum yngri árum en hún byrjaði tiltölulega seint að hugsa vel um húðina að eigin sögn. Hún vildi að hún ætti tímavél til að ferðast aftur í tímann, þá myndi hún gefa sjálfri sér meðfylgjandi tíu góð ráð sem öll hafa eitthvað með húðumhirðu að gera.

  1. Notaðu mild efni. „Ég var með bólur svo ég var stanslaust að prófa nýjar vörur sem áttu að vinna bug á bólunum,“ segir Narasaki sem gekk aðeins of langt.
  2. Notaðu mildan skrúbb. Sama á við um andlitsskrúbbinn, Narasaki vildi óska að hún hefði notað mildari skrúbb. Hún segir húð sína hafa þurft að upplifa margt og mikið á unglingsárunum.
  3. Notaðu rakakrem, í alvöru! „Ég notaði olíulaus krem vegna þess að ég var með bólur, þau veittu ekki mikinn raka. Útkoman var þurr og bólótt húð.“
  4. „Ekki kroppa í bólur,“ segir Narasaki sem er með ör eftir að hafa kreist og kroppað í bólur.
  5. Sofðu á bakinu. Narasaki er viss um að þeir sem sofa á bakinu fái færri hrukkur en þeir sem sofa með andlitið kramið í koddann.
  6. Notaðu sólarvörn: „Í guðanna bænum,“ segir Narasaki sem varði löngum stundum á ströndinni sem barn og unglingur án þess að nota sólarvörn. Núna hefur hún áhyggjur af fæðingarblettum sem eru farnir að gera vart við sig.
  7. „Notaðu ilmkjarnaolíur,“ segir Narasaki sem ber ilmkjarnaolíur á sig reglulega og finnur mikinn mun á húðinni.
  8. Vertu óhrædd við að nota olíu á andlitið. „Þær hafa náð auknum vinsældum á undanförnum árum,“ segir Narasaki. Hún segir það ekki vera að ástæðulausu því þær svínvirka.
  9. Gerðu rannsóknir. Narasaki mælir ekki með að grípa bara þær húðvörur sem eru í fallegustu pakkningunum. „Nú til dags fer ég í rannsóknarvinnu áður en ég kaupi eitthvað og reyni að fá prufur ef það er hægt.“ Þannig getur hún verið viss um að hún sé að nota húðvörur sem henta henni vel.
  10. Hugsaðu vel og vandlega um húðina. „Þegar upp er staðið er ég bara með ein skilaboð: hugsaði vel um húðina. Ekki ganga of langt með húðskrúbbinn og sterk efni og fjárfestu í góðu kremi.“
Það munar miklu að byrja snemma á lífsleiðinni að hugsa …
Það munar miklu að byrja snemma á lífsleiðinni að hugsa vel um húðina. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál