Fram sendi KR á botninn með 3:0 sigri gegn HK

Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Ómar Óskarsson

Fram og HK áttust við í lokaleik 14. umferðar Landsbankadeildarinnar í kvöld á á Laugardalsvelli. Fram sigraði, 3:0, og er liðið í næst neðsta sæti með 12 stig en KR er í neðsta sæti með 11 stig. HK var fyrir leikinn með 15 stig og er liðið í 7. sæti deildarinnar. Alexander Steenm Theódór Óskarsson og Hjálmar Þórarinsson skoruðu mörk Fram. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu á mbl.is.

Staðan í Landsbankadeildinni eftir leiki kvöldsins
L U J T Mörk Stig
1. FH 14 9 4 1 31:18 31
2. Valur 14 8 4 2 31:17 28
3. ÍA 14 6 4 4 26:21 22
4. Fylkir 14 6 3 5 15:15 21
5. Breiðablik 14 4 7 3 21:12 19
6. Keflavík 14 5 3 6 21:23 18
7. HK 14 4 3 7 13:28 15
8. Víkingur R. 14 3 4 7 13:21 13
9. Fram 14 3 3 8 19:25 12
10. KR 14 2 5 7 11:21 11

Leiknum er lokið með 3:0-sigri Fram.

63. mín 3:0 Hjálmar Þórarinsson skorar þriðja mark Fram með skalla eftir fyrirgjöf frá Jónasi Grana Garðarssyni.

Fyrri hálfleik er lokið:

30. mín: 2:0 Jónas Grani Garðarsson sendi á Theódór Óskarsson sem komst inn fyrir vörn HK. Theódór skoraði af öryggi og kemur Fram í 2:0.

8. mín: 1:0 Alexander Steen kemur Fram yfir með laglegu marki. Hann fékk boltann inn fyrir vörnina og Gunnleifur Gunnleifsson var of seinn út á móti boltanum. Steen var á undan og skoraði auðveldlega í markið.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Ingvar Þór Ólason, Reynir Leósson, Kristján Hauksson, Davíð Guðmundsson - Hans Mathiesen, Alexander Steen, Theódór Óskarsson - Hjálmar Þórarinsson, Jónas Grani Garðarsson, Henrik Eggerts.

Byrjunarlið HK: Gunnleifur Gunnleifsson -Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnborgi Llorens, Hermann Geir Þórisson - Calum Þór Bett, Rúnar Sigmundsson, Hólmar Örn Eyjólfsson - Jón Þorgrímur Stefánsson, Oliver Jaeger, Þórður Birgisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert