Valur og FH sigruðu - Guðmundur tryggði KR stig gegn ÍA

Guðmundur Benediktsson skoraði annað mark Vals í Keflavík.
Guðmundur Benediktsson skoraði annað mark Vals í Keflavík. Árni Sæberg

Fjórir leikir fóri fram í Landsbankadeild karla núna í kvöld. KR og ÍA skildu jöfn, 1:1. Breiðablik og Víkingur gerðu einnig 1:1-jafntefli. Íslandsmeistaralið FH vann Fylki á útivelli, 2:1. Valur sigraði Keflavík á útivelli, 3:1. Í kvöld kl. 20. hefst leikur Fram og HK en það er síðasti leikurinn í 14. umferð. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Staðan í Landsbankadeildinni eftir leiki kvöldsins
1. FH 14 9 4 1 31:18 31
2. Valur 14 8 4 2 31:17 28
3. ÍA 14 6 4 4 26:21 22
4. Fylkir 14 6 3 5 15:15 21
5. Breiðablik 14 4 7 3 21:12 19
6. Keflavík 14 5 3 6 21:23 18
7. HK 13 4 3 6 13:25 15
8. Víkingur R. 14 3 4 7 13:21 13
9. KR 14 2 5 7 11:21 11
10. Fram 13 2 3 8 16:25 9
KR- ÍA 1:1

Leiknum er lokið.

90. mín: 1:1. Guðmundur Pétursson jafnar fyrir KR eftir fyrirgöf frá Gunnlaugi Jónssyni varnarmanni KR.

72. mín. Vjekoslav Svadumovic á skot sem hafnar í stönginn á marki KR.

36. mín: Ekkert gengur hjá KR. Bjarnólfur Lárusson tók vítaspyrnu á 39. mínútu en Páll Gísli markvörður ÍA varði hana. Boltinn hrökk til Bjarnólfs á ný en hann skaut yfir markið af um eins meters færi. Rétt fyrir hálfleik bjargaði Bjarni Guðjónsson síðan á marklínu skoti KR-inga.

18. mín. 0:1. Vjekoslav Svadumovic er búinn að koma Skagamönnum fyrir í vesturbænum þar sem þeir eru í heimsókn hjá KR. Hann skoraði með skoti úr vítateignum.

Breiðablik - Víkingur 1:1

Leiknum er lokið.

72. mín: Hermann Albertsson leikmaður Víkings fær rautt spjald en hann fékk þá annað gula spjaldið sitt í leiknum. Það er því jafnt í liðum á Kópavogvelli.

45. mín: 1:1 Guðmann Þórisson, varnarmaður Blika var rekinn af velli fyrir brot á 45. mínútu leiksins við Víkinga. Úr aukaspyrnunni skoraði Gunnar Kristjánsson með góðu skoti.

15. mín: 1:0. Í Kópavogi var Kristinn Steindórsson að koma Breiðabliki í 1:0 á móti víkingum.

Keflavík - Valur 1:3

Leiknum er lokið:

35. mín 1:3: Símún Samúelsen minnkaði muninn á 35. mínútu fyrir Keflavík.

Keflvíkingar eru búnir með allar þrjár skiptingar sínar vegna meiðsla leikmanna sinna.

26. mín: 0:3 Valsmenn komust í 3:0 í Keflavík með glæsilegu marki Baldurs Bett.

12. mín: 0:2 Guðmundur Benediktsson skorar annað mark Vals með föstu skoti úr vítateignum.

9. mín: 0:1. Valur er kominn í 2:0 í leik sínum við Keflavíkinga. Helgi Sigurðsson átti fremur laust skot á 9. mínútu sem fór í leikmann Keflavíkur og í netið.

Fylkir - FH 1:2

Leiknum er lokið.

90. mín: David Hannah, varnarmaður Fylkis, á skot sem fer í stöngina á FH-markinu.

84. mín: 1:2. Páll Einarsson skorar úr vítaspyrnu fyrir Fylki sem dæmd var á Frey Bjarnason varnarmann FH.

75. mín: 0:2 Matthías Vilhjálmsson skorar á ný fyrir Íslandsmeistarana eftir mistök í vörn Fylkis.

4. mín 0:1 Matthías Vilhjálmsson varð fyrstur til að skora í kvöld því hann kom FH í 1:0 á móti Fylki eftir fjögurra mínútuna leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka