Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mbl.is/Ómar

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, og Magnús Gylfason, þjálfari Víkings R., voru í dag ávítaðir og sektaðir af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla sinna í garð dómara á opinberum vettvangi, þ.e. í fjölmiðlum, eftir leiki 14. umferðar Landsbankadeildar karla á dögunum.

Knattspyrnudeildir ÍA og Víkings eru hvor um sig sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummælanna.

Þá ákvað nefndin einnig að veita Leifi Garðarssyni, þjálfara Fylkis, og Ólafi H. Kristjánssyni, þjálfara Breiðabliks, áminningar vegna ummæla þeirra eftir sömu umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert