Ólafur Þórðarson ósáttur við uppsögn

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson Ómar Óskarsson
Eftir Skúla Unnar Sveinsson

skuli@mbl.is

„Ég er drullufúll og mjög ósáttur við Framara vegna þessa," sagði Ólafur Þórðarson, knattspyrnuþjálfari, sem var í gær sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks Fram.

Ólafur tók við Fram fyrir tímabilið sem nú er á enda og gerði þriggja ára samning við félagið fyrir tímabilið, samning sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu. „Ég hafði áhuga á að halda áfram annars hefði ég ekki gert þriggja ára samning í fyrra," sagði Ólafur í gærkvöldi. „Framarar vildu þá fá mig í fullt starf en ég sagði þeim að það væri ekki hægt og þá fóru þeir að leita annars staðar en komu síðan aftur til mín og gerðu þriggja ára samning við mig. Þegar þeir fóru að tala um þetta aftur núna vildi ég fá að vita nánar um hvað verið væri að ræða en fékk engar útlistingar á því. Ég held þeir séu komnir með mann í starfið," sagði Ólafur.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert