Markakóngurinn og Höskuldur í FH

Jónas Grani Garðarsson mun klæðast FH-búningnum í næsta sumar.
Jónas Grani Garðarsson mun klæðast FH-búningnum í næsta sumar. Kristinn Ingvarsson

Jónas Grani Garðarsson, markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, skrifaði í dag undir eins árs samning við FH. Jónas Grani skoraði 13 mörk fyrir Fram í Landsbankadeildinni í sumar en hann hefur leikið með Fram undanfarin tvö ár. Húsvíkingurinn var áður í herbúðum FH en hann yfirgaf félagið eftir að hafa fengið fá tækifæri sumarið 2005.

Höskuldur Eiríksson, fyrrum leikmaður Víkings, skrifað í dag undir tveggja ára samning við FH. Heimir Snær Guðmundsson ákvað einnig að framlengja samning sinn við liðið til tveggja ára.

Frá þessu er greint á heimasíðu FH.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert