Keflvíkingar tóku Val í karphúsið

Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflavíkur.
Guðmundur Steinarsson leikmaður Keflavíkur. mbl.is/Kristinn

Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Vals, 5:3, í síðasta leik fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla á Keflavíkurvelli í dag.

Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna því staðan var 5:1 fyrir Keflavík skömmu fyrir leikslok en Valsmenn löguðu stöðuna með tveimur mörkum í lokin.

Hans Mathiesen kom Keflavík yfir eftir aðeins 56 sekúndur og á 5. mínútu skoraði Símun Samuelsen, 2:0 í hálfleik.

Guðmundur Steinarsson skoraði úr vítaspyrnu, 3:0. Keflvíkingar gerðu sjálfsmark á 60. mínútu, 3:1, en Guðmundur svaraði í næstu sókn, 4:1, með sínu öðru marki og Guðjón Antoníusson skoraði, 5:1.

Hafþór Vilhjálmsson og Bjarni Ólafur Eiríksson skoruðu fyrir Val undir lokin, 5:3, en Hafþór fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Guðmundur Viðar Mete, Kenneth Gustafsson, Nicolai Jörgensen, Símun Samuelsen, Hallgrímur Jónasson, Hans Mathiesen, Patrik Redo, Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson.
Varamenn: Jón Gunnar Eysteinsson, Árni Freyr Ásgeirsson (M), Einar Orri Einarsson, Brynjar Guðmundsson, Þórarinn Kristjánsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson.

Lið Vals: Kjartan Sturluson, Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Gunnar Einarsson, René Carlsen, Baldur Bett, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Daníel Hjaltason, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson.
Varamenn: Sigurbjörn Hreiðarsson, Hafþór Vilhjálmsson, Einar Marteinsson, Baldur Þórólfsson, Guðmundur Hafsteinsson, Albert B. Ingason, Ágúst Garðarsson (M).

Keflavík 5:3 Valur opna loka
94. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert