Fram sótti þrjú stig í Grafarvoginn

Ólafur Páll Snorrason, Fjölnismaður, með boltann í leiknum í kvöld.
Ólafur Páll Snorrason, Fjölnismaður, með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Fram sigraði Fjölni 1:0 í Landsbankadeild karla á Fjölnisvelli.  Eina mark leiksins kom á 81. mínútu og það skoraði Samuel Tillen beint úr hornspyrnu frá hægri. Paul McShane fékk að líta rauða spjaldið eftir að flautað var til leiksloka fyrir stimpingar.

Bæði lið eru nú með tólf stig en Fjölnir hefur leikið einum leik meira. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Lið Fjölnis: Þórður Ingason, Eyþór Atli Einarsson, Kristján Hauksson, Óli Stefán Flóventsson, Gunnar Valur Gunnarsson, Ágúst Þór Gylfason, Gunnar Már Guðmundsson, Ómar Hákonarson, Tómas Leifsson, Ólafur Páll Snorrason, Davíð Þór Rúnarsson.
Varamenn: Pétur Georg Markan, Ólafur Páll Johnson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Hrafn Davíðsson, Illugi Þór Gunnarsson, Andri Valur Ívarsson, Kolbeinn Kristinsson.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Óðinn Árnason, Auðun Helgason, Sam Tillen, Paul McShane, Heiðar Geir Júlíusson, Halldór H. Jónsson, Joe Tillen, Ívar Björnsson, Hjálmar Þórarinsson.
Varamenn: Ingvar Þór Ólason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Grímur Björn Grímsson, Guðmundur Magnússon, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson, Ögmundur Kristinsson.

Fjölnir 0:1 Fram opna loka
90. mín. Tómas Leifsson (Fjölnir) á skot framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert