Sigmundur: „Við hlustum ekkert á Hjört“

Hjörtur Hjartarson úr Þrótti og Ólafur Páll Snorrason úr Fjölni
Hjörtur Hjartarson úr Þrótti og Ólafur Páll Snorrason úr Fjölni Haraldur Guðjónsson

„Ég hef setið á bekknum það sem af er tímabilinu og horft á félaga mína leika frábærlega vel. Ég er því gríðarlega ánægður að fá loksins tækifæri til þess að leika með þessu liði. Og ég þarf að hafa mikið fyrir því að komast í byrjunarliðið eins og liðið er að leika núna. Það er mikilvægt fyrir okkur að hala inn stig og missa ekki sjónar af því markmiði að halda okkur í deildinni. Þróttur hefur verið í efsta sæti eftir fyrri umferðina í efstu deild og fallið. Það er því betra að tala sem minnst um háleit markmið. Við ætlum að halda okkur í deildinni,“ sagði Sigmundur Kristjánsson leikmaður Þróttar en hann kom inná sem varamaður um miðja síðari hálfleik gegn ÍA í kvöld.

Sigmundur hefur leikið með KR undanfarin ár en hann snéri „heim“ í sitt gamla félag í vetur en meiddist á hné á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert leikið með Þrótti í Landsbankadeildinni. Sigmundur hrósaði Hirti Hjartarsyni fyrir jöfnunarmarkið. 

„Þetta var dæmigert fyrir „þann gamla“. Hann fær boltann inn í vítateignum með þrjá varnarmenn í kringum sig. Það kom sér vel fyrir Hjört að hann er aðeins farinn að hægjast því hann sýndi ótrúlega yfirvegun þegar hann skoraði. Frábær mark hjá Hirti.“

Sigmundur segir að helsti ókosturinn við Hjört sé að hann sé nánast óþolandi á æfingum eftir að hann „potar“ inn marki.

„Hjörtur er frekar hrokafullur og pirrandi, en við hlustum yfirleitt lítið á það sem hann hefur að segja,“ sagði Sigmundur og glotti.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert