Dramatík á Kópavogsvelli

Baráttusigur hjá Blikastúlkum.
Baráttusigur hjá Blikastúlkum. mbl.is

Talsverð dramatík var á Kópavogsvellinum í dag þegar Breiðablik lagði Þór/KA í Landsbankadeild kvenna. Tveimur leikmönnum Blika var vísað af velli þegar innan við tíu mínútur lifðu af leiknum og staðan var jöfn 1:1 en Fanndís Friðriksdóttir skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma.

Það var norðanliðið sem kom sterkara til leiks og náði forystu eftir hálftíma leik þegar Mateja Zver kom þeim yfir en Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði tíu mínútur síðar.

Þannig var staðan fram yfir venjulegan leiktíma en kringum 80. mínútu hafði tveimur leikmönnum Breiðabliks verið vikið af velli, þeim Dagmar Ýr Árnadóttur og markverði liðsins Önnu Birnu Þorvarðardóttur. 

Engu að síður náðu þær grænklæddu þremur stigum eftir mikla baráttu í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert