Valsmenn lögðu Fjölni í Grafarvogi

Óli Stefán Flóventsson úr Fjölni og Baldur Bett úr Val …
Óli Stefán Flóventsson úr Fjölni og Baldur Bett úr Val í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Valur sigraði Fjölni, 3:2, í Grafarvogi í kvöld, í 15. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og er þar með enn í baráttunni um toppsæti í deildinni. Fjölnir tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð.

Albert B. Ingason og Atli Sveinn Þórarinsson komu Val í 1:0 og 2:1 en Pétur Georg Markan og Gunnar Már Guðmundsson skoruðu fyrir Fjölni, 1:1 og 2:2. Það var svo Sigurbjörn Hreiðarsson sem skoraði sigurmark Vals, sjö mínútum fyrir leikslok.

Fjölnir: Þórður Ingason, Gunnar Valur Gunnarsson, Pétur Georg Markan, Gunnar Már Guðmundsson, Ólafur Páll Johnson, Magnús Ingi Einarsson, Ólafur Páll Snorrason, Tómas Leifsson, Heimir Snær Guðmundsson, Óli Stefán Flóventsson og Kristján Hauksson

Valur: Kjartan Sturluson, Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Baldur Bett, Henrik Eggerts, Rene Skovgaard Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Albert Brynjar Ingason og Rasmus Hansen

Fjölnir 2:3 Valur opna loka
90. mín. Venjulegum leiktíma lokið en nokkru bætt við vegna tafa og skiptinga.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert