Stórsigrar hjá KR, Keflavík og Þór/KA - Fjölnir fallinn

Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum með KR í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir var á skotskónum með KR í kvöld. mbl.is/Guðmundur Rúnar

KR vann í kvöld stórsigur á HK/Víkingi í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. 8:2 urðu lokatölurnar og eru KR-ingar þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals. Leikmenn Keflavíkur og Þórs/KA voru einnig á skotskónum en bæði lið skoruðu sex mörk og unnu góða sigra á andstæðingum sínum.

Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir gerðu 3 mörk hvor fyrir KR og þær Olga Færseth og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir gerðu sitt markið hver. Karel Sturludóttir og Þórhildur Vala Þorgilsdóttir skoruðu mörk HK/Víkings.

Fylkir vann góðan sigur á Stjörnunni í Garðabæ og með sigrinum tryggði Fylkir tilverurétt sinn í deildinni. Sara Sigurlásdóttir, Laufey Björnsdóttir og Rut Kristjánsdóttir gerðu mörk Árbæjarliðsins.

Keflavík burstaði Fjölni í Grafarvogi, 6:0, og með tapinu er Fjölnir fallinn. Danka Podovac skoraði 2 af mörkum Keflvíkinga og þær Vesna Smiljkovic, Guðný Petrína Þórðardóttir og Inga Lára Jónsdóttir gerðu eitt mark hver og sjötta markið var sjálfsmark.

Þór/KA vann stórsigur á Aftureldingu, 6:1, en liðin mættust á Akureyri. Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu Mateja Zver skoraði tvö og Karen Nóadóttir eitt en mark Aftureldingar skoraði Anna Lovísa Þórsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert